30 desember 2004

..obbobbobb...

...æi, ég tel mig ekki vera fordmómafulla manneskju en ég veit ekki alveg með ÞETTA mál...fékk alveg svona "ææii, neii..." tilfinningu í magan þegar að ég las fréttina...

..city of...??

..ji hvað mín var glöð í morgun þegar að við mér blasti fréttablaðið - haldiði að litli sænski strákurinn hafi ekki bara verið þar með föður sínum ... langaði helst að fara að grenja (aftur) en af gleði í þetta skiftið...

Heyriði já, að allt öðru röfli.....ég þarf svo mikið að vita hvað ein bíómynd heitir - Ég er nokkuð viss um að hún hafi komið út í byrjun þessa árs (ég sá hana í það minnsta bara núna í sumar) hún er frá Brazil og gerist öll þar, svona um eiturlyf, þennan fátæktarheim, vináttuna, ofbeldi, ástir, og bleeeeeee....og ég er líka næstum viss um að hún heiti City of gods eða eitthvað í líkingu við það...hún situr svo í mér þessi mynd og mig langaði svo að leyfa henni móður minni að sjá hana en þegar að ég kom í vídeóleiguna um daginn og bað um mynd sem að heitir City of Gods (að ég hélt) og reyndi að lýsa henni fyrir stúlkukindinni sem var að afgreiða þá afgreiddi hún mig einsog ég væri roðflettur hamstur með 7 í greindarvísitölu....man EINHVER - plís, hvað hún heitir??!?!?
Fékk voða mikla umfjöllun, vann til nokkurra verðlauna...æi ahhh...þetta er alveg að gera mig geðveika... :)

29 desember 2004

...úfff

...vaknaði með ljótuna og feituna í morgun. Alveg hræðilegir svoleiðis dagar...langar helst bara að skríða inní helli og halda mér þar í nokkra daga :) Stundum er manni bara ekki viðbjargandi, vonum bara að á morgun verði "bjútífúldei"... Er að fara í frænda og frænkuboð - einhverskonar "litlujól"....sturtudvergarnir kalla..bið að heilsa að sinni...chau guapitos

...koma svo...

Rauði Krossinn hefur sett upp söfnunarsíma til stuðnings fórnarlömbum jarðskjálftans 907 2020 en við að hringja í það númer skuldfærast heilar 1.000 kr af símareikningnum. Ég fór að grenja í gær þegar að ég horfði á fréttirnar og myndavélunum var í gríð og erg beinnt að litlum 2ja ára sænskum dreng sem er búin að týna allri fjölskyldunni sinni....ahhhhhhh.....óþolandi að geta ekkert gert!!! Ja, well ég geri það með glöðu að leggja til 1000 krónur ...

28 desember 2004

...úfff

...þemað hjá stöð2 er að drepa mig, eru búnir að láta 4 myndbönd með sálinni rúlla í röð og mig langar helst að drepa mig með rafmagnstannbursta.....arrrrg...alveg fæ ég grænar!
Get ekki sofið því að fólkið í hverfinu er eitthvað að fara á dagavillt, allir að sprengja og sprengja flugelda - voða flott og allt það en eru ekki örugglega 3 dagar í áramótin ?? Kanski eru þeir/þau að tékka hvort að þetta virki ekki allt saman...bara vera viss sko ....hmmmm....
Jæja dvergarnir farnir að kalla.........

...gleðilegan þriðjudag...

....og velkomin úr lengsta jólafríi sem að sögur fara af......eða ekki. Hmmm, fannst nú eitthvað smá mis að segja bara við samstarfsfólk mitt "góða helgi" á Þorlák....eitthvað pínu skrítið !
Ég fékk voða mikið af fínum gjöfum og ég fékk meira að segja gjöf frá leyndum aðdáanda....sem hefur vakið mjög svo upp forvitna dverginn í mér....en mér hefur tekist að troða honum aftur inní skápinn...og þar skal hann vera....Nú er ég að reyna að ákveð a hvað gera skal um áramótin, allt í einu allt að gerast og ég get ekki ákveðið mig og valið hvað mig langar að gera, hvert mig langar að fara, með hverjum og hvern mig langar að hitta.....úff vogin í mér alveg að gera út af við mig *bros*
Hvað er planið hjá ykkur litlu dýr....hvert leiða dansskórnir ykkur??

24 desember 2004

...jólin...

..Langaði nú bara að óska ykkur gleðilegra jóla litlu dýr...
Vona að dagurinn og kvöldið verði yndislegt og að jólasteikin verði góóóóð..


Stóð í 17 tíma í gær og held að ég sé algjörlega orðin tilfinningalaus í löppunum, djö var mikið að gera en mikið asskoti var gaman samt, ótrúleg stemming...Brjálæðislega erfiður dagur en samt alveg fullkominn...


23 desember 2004

...Láki...

Þorlákur er bara mættur á svæðið og allt að gerast, alveg magnað hvað tíminn er fljótur að liða...finnst það bara hafa verið í gær sem að ég átti afmæli og þá var einmitt verið að tala um að nú væru sko jólin að nálgast..well þau eru nú barasta á morgun...nokkuð sátt við allt mitt - allt klappað og klárt ... gleði gleði gleði dagur í dag....allt svo yndislegt og allir svo glaðir...ótrúlega sátt við landann í dag því að það verða sko svo sannarlega "bókajól" ef marka má söluna í bókabúðunum...víííííí......leggi frá ykkur símaskrárnar og takið upp jólabækurnar....
Jæja, sölugreddan alveg að fara með mig - best að halda áfram að brosa framaní heiminn og kúnnann og selja meira...selja selja selja...
jólaknús til ykkar allra......

....ótrúlegt...

...hvað allt er auðvelt og smellpassar í bíómyndunum..heheh...stundum vildi ég óska að lífið væri svona einfalt (einsog það er í bíó ss) en stundum er ég svo guðslifandi fegin að svo er ekki .... T.d. í bíó gengur það upp að vera bara í Bónus að versla í makindum sínum, maður stendur fyrir framan klósettpappírsrekkann að teygja sig í 12 saman í pakka og *úps* þið teygið ykkur í sömu pakkninguna og áður en þið vitið af eruði saman á deiti - and live happely ever after....æi skiljiði hvað ég meina *bros*....Æi var að horfa á e-h svona bíómynd í sjóbbanum rétt í þessu og fór að pæla í þessu...hehe....
Held ég sé bara orðin svo þreytt og úrvinda af öllu jólastressinu að ég er bara röflandi um ekki neitt...but hey þið þurfið ekki að lesa meir *bros*
Held ég sé bara búin með mest allt fyrir jólin, bara 2 gjafir eftir að pakka inn og koma þeim frá mér og þá er allt "listo". Erfinginn kominn norður og er í góðu yfirlæti þar, verður skrýtið að hafa hana ekki hjá sér svona yfir jólin, en hey það koma víst önnur jól eftir þessi.....alveg magnað hvað fólk er gáttað þegar að ég segi þeim að sú stutta verði með/hjá pabba sínum yfir jólin - einsog það sé bara einhver regla eða óskrifuð lög að börn eigi að vera hjá mömmum sínum eða þið skiljið....HVAÐ ER ÞAÐ....æi, get ekki alveg útskýrt hvað ég er að reyna að segja hérna - er bara að láta tuð annars fólks fara í taugarnar á mér ..... ég hef alveg komist að því hvað ég ætla mér ALDREI að gera og hata að horfa uppá aðrar einstæðar mæður gera og það er að nota börnin sem svona einhverskonar "vopn" .... vá er alveg að sjá það á hverjum degi næstum því og fæ alveg fyrir hjartað ....
Úff, komin út fyrir jólaandann hérna..heheh....nú er bara að hætta að hugsa um e-h svona niðurdrepandi....henda sér í góða sturtu og skríða undir sæng....Búa sig undir brjálæðisdag á morgun í vinnunni...það er bara gaman, allir í fínum fötum - mikil stemming í miðbænum....fullt fullt að gerast, hvet alla til að rölta í bæinn, tónleikar, upplestrar og alskyns uppákomur....
Góða nótt og dreymi ykkur fallega litlu lömb...

16 desember 2004

bakstursdella....

Jæja þá hefur bakstursæðið algjörlega náð tökum á okkur mæðgum (eða kanski bara mér...). Erum búna að "skella" (hljómar svo mömmu/ömmulegt að segja þetta hehe) í 2 sortir og erum að fara að vinda okkur í konfektgerð í kvöld eða á morgun....djísús hvað þetta er gaman...Leyfði prinsessunni að þeyta smá í gær sem að henni þótti að sjálfsögðu ótrúlega framandi og spennandi...en eldhúsið var líka einsog vígvöllur á eftir...heheh...Henni þótti nú ekkert sérlega gaman að hnoða - nema jú einn plús, það varð alltaf smá svona deig eftir á puttunum sem að hún gat svo hentuglega "óvart" stungið uppí sig...heheh...
En já, jólaandinn alveg komin yfir litla kotið okkar...við í góðum gír að baka og skrifa jólakort á kvöldin, erum búnar að fá okkur þetta líka fína og kanski pínu of stóra jólatré sem bíður bara eftir að vera skreytt....úff....þessi jólin leggjast ekkert smá vel í mig - verða skrítin þar sem að erfinginn fer norður með pápa sínum yfir blá-jólin en svona er þetta...við höldum svona "litlu" jól þegar að hún kemur til baka og höfum það svo blússandi fínnt um áramótin.....
Annars held ég að sveinki hafi verið á fylleríi eða í karókí niðrá Ölveri í nótt því að hann kom ekki og setti pakka í skóinn heldur var honum skutlað innum póstlúguna....hmmm

15 desember 2004

...SÚKKULAÐIbitakökur...

Magnað....ég var svo myndarleg í fyrradag, fórum mæðgurnar í búð beinnt eftir vinnu - nú skildum við sko kaupa allt sem vantaði til "SÚKKULAÐIbitakökugerðar", sem að við og gerðum....komum heim, elduðum okkur góðan kvöldverð og gerðum svo allt ready til baksturs, alveg massa stemning á heimilinu...jólatónlist á fóninum, piparkökur í skál, mandarínur með negulnöglum í glugganum og æi þið vitið ..... svona kósý bara.....dúddúrúúúúú....................allt var keypt - ready to go......nema haldiði að litla ljóskan hafi ekki bara gleymt að kaupa súkkulaði......djö var mín pirr þá....maður fer í búð til að kaupa í SÚKKULAÐIbitakökur......súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði.....en kaupir ekkert súkkulaði.......HVAÐ ER ÞAÐ?!?
..En já , kökurnar voru og eru kempi góðar......

10 desember 2004

...geisp...

...dýrlegir dagar...æi allt er svo frábært eitthvað - alltaf jafn gaman þegar að hlutirnir ganga upp....búin að fá úr 4 prófum af 6 (8,9,9 og 9,5).....já kanski verður maður svona lærdómsnörd á eldri árum, missti einhvernveginn alveg af því þegar að ég hefði kanski betur átt að vera það... heheh....ég er í það minnsta alveg ótrúlega sátt við árangurinn....enda kostað mikið streð,svita og tár heheh....
Var að koma heim af F26 þar sem ég eyddi kvöldinu með fríðu og fróðlegum hópi ungra yngismeyja.....andrúmsloftið mjög rafmagnað á þeim bænum.....hver einasta setning þar endar á ".....og mig langar að kela"....."...ég verð að fara að kela"...."..djö er langt síðan að ég hef kelað" thíhíhí - hormónelt en úúúber skemmtilegt. Gæddum okkur á Devitos (eða er það Devidos..??) - gelneglur settar á dömuna og hendurnar þar af leiðandi komnar í jóladressið....allt á réttri leið....á morgun verða svo dansskónrnir dregnir fram, pússaðir og snúningur tekin...er að fara í massa FÍNT matarboð með 2 mestu dansdjöflínum sem sögur fara af svo að það er eins gott að dansþolið sé uppá sitt besta, sjáum til hvernig það fer .... líður bara allt of langt á milli hvers dansiballs hjá mér...En well, best að fara að skríða undir sæng...heyri koddann kalla á mig...góða nótt litlu lömb....

* Bebbz - gangi þér vel í lokaprófinu litla dýr, skemmtu þér fallega á hlaðborðinu - enga tælenska kariokibæklinga "takk"...hef heyrt að "sjaldan falli mandarínan langt frá innkaupakörfunni"

09 desember 2004

..námskeiðin góðu....

ALLIR VELKOMNIR
AÐEINS FYRIR KARLA

Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið

Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:





FYRRI DAGUR

HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT
*Skref fyrir skref með glærusýningu

KLÓSETTRÚLLUR ? VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
* Hringborðsumræður

MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA
SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
* Pallborðsumræður - nokkrir sérfræðingar

AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans ?
* Stuðningshópar

LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi ?
* Opin umræða

SEINNI DAGUR

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR
AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
* Hópvinna og hlutverkaleikir

HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT
HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
* PowerPoint kynning

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
* Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT
AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
* Ökuhermir

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR
Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
* Fyrirlestur og hlutverkaleikir

HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
* Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
* Komdu með dagatalið þitt í tímann

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ
AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
* Einstaklingsráðgjöf og samtöl

08 desember 2004

..hlaðin

...átti algjöran súkkulaði dag í gær...alveg svona ekta "snikkersdagur" hjá mér....ótrúlega sætur, næstum of sætur til að maður gæti klárað en stökku hneturnar inn á milli héldu jafnvægi í honum ... og auðvitað klárar maður matinn sinn....
Kvöldið var síðan algjört "bántí".....fullkomið!!
...Ég skaut mig reyndar algjörlega í fótinn í gær...úfff...mætti samt segja að Kollan mín hafi hlaðið byssuna og ég hafi síðan sjálf skotið mig í lærið...heheh..alltaf gott að geta kennt e-h öðrum um ...
*Kolla - þú segir ekki sálu mín kæra...hmm!!!! Nema ef að þú plöggir stöffið og spliffir stöðunni...ef svo má að orði komast *glott*

06 desember 2004

..gleðilegan mánudag...

...1 próf eftir....búið að ganga svona upp og ofan....vonum bara það besta....
annars var helgin bara tekin í rólegheitum - algjört "qualitytime" með yndislegu fólki á yndislegum stöðum...við mægður keyrðum austur fyrir fjall og yfir heiði í blíðskaparveður...fengum okkur ís í og nutum dagsins alveg í botn... vá langt síðan ég hef átt svona góðan dag...keyrðum til baka seint um kvöld uppá heiði í snælduvitlaust og djöfullegt veður (lölluðum á 40 km. hraða í MJÖG langri bílaröð.....en það var bara spennó og gaman...), yfir fjallið fórum við og aftur í gott veður...well...rigning...en ég elska rigninguna svo að mér var nokk sama......held að ég geti með sanni sagt að hann (dagurinn) hafi verið FULLKOMIN frá morgni til kvöld, eða eiginlega var þessi helgi bara fullkomin í alla staði...
Annars byrjaði vikan ekki vel hjá okkur mæðgur, sváfum yfir okkur, brenndum hafragrautinn, þurkarinn hætti að þurka (öll fötin okkar í honum), bíllinn rafmagnslaus....úfff og allt þar fram eftir götunum.....en dagurinn hefur tekið á sig ágæta mynd - alveg brjálað að gera hér í vinnunni sem er voða fínnt því að þá líður dagurinn svo hratt....ætla nefnilega að fara heim, skella í eina sort á meðan ég læri undir síðasta prófið....gott plan??
Vona að helgin hafi verið góð við ykkur og þið góð við hana......
-Eitthvað slúður eftir helgina???? *forvitinbroskall*

*Mæli ekki með því að fara í blautar gallabuxur út í frostið...bítur í lærin...úfff

01 desember 2004

...

...2 tímar í próf...*úff*
...Gleðilegan desember !!