18 ágúst 2005

...makaskifti....heh

...trúlofunar og óléttubólan farin aftur af stað...alltaf gaman að því...þá eru allir svo glaðir og spenntir, það vottar líka pínu fyrir "ég er að flytja til útlanda" bólunni í kringum mig þessa dagana líka - held ég segi pass við þessu öllu ..í bili *glott*
Annars horfði ég á undarlegt fyrirbæri í sjónvarpinu í gær á stöð2. Einhvern þátt sem heitir Wifeswap - alveg er það mögnuð vitleysa! Það sem ég hristi ekki hausinn og þruglaði eitthvað yfir þessu öllu saman, samt gat ég ekki hætt að horfa, plantaði mér betur ofaní sófus og rökræddi við sjónvarpið....
Þátturinn gengur víst út á það að "eiginkonurnar" skifta um fjölskyldur og lífsstíl í 2 vikur. Fyrstu vikuna fara þær "alveg" í hlutverk konunnar á heimilinu...fá svona manual yfir það hvernig "venjulegur" dagur/gerðir/fæða/rútínan er hjá henni og eiga að gjöra svo vel að gera það sem að hún er vön að gera...síðan eftir vikuna vega þær og meta stöðurna og þá á fjölskyldan að að lúta reglum "nýju" eiginkonunnar...hmmm...pínu mis eitthvað!
Af þættinum í gær að dæma virðist sem þeir finni eins ólíkar fjölskyldur og hægt er til að framkvæma þetta wifswap...önnur fjölskyldan var svona "hamborgarafjölla" sem er öll svona 2-3 númerum of stór, þar með talinn heimilishundurinn...smjörsteiktur morgunmatur, mikið kjöt, sjónvarpsgláp, nammi-nammi-nammi, lítill agi og svona draslaralegt heima hjá þeim....síðan var það hin fjöllan þar sem allir voru flottir og fitt, svona semi-grænmetisætur, byggheilsudrykkur í morgunmat, mikill agi - sem felst í því að "hýða" börnin með "flengjara", heimakennsla - foreldrarnir voða óvissir með skólagöngu "you never know what they´ll be taught....", minnti helst á litla hersveit, allt voða fínt og lítil gleði og lítið brosað (sýndist mér...)....
Þegar að "stóra" eiginkonan yfirgaf heimilið hjá litlu kristilegu hersveitinni voru börnin yfir sig ánægð og brosandi út að eyrum...fengu að leika lausum hala í heila viku, glápa á sjónvarpið, borða nammi og kjöt, flengjarinn eyðilagður og fóru í skólann í 3 daga...ss hún veitt þeim smá "frelsi", sem ég held að hafi bara gert þeim pínu gott - þrátt fyrir að "eiginmaðurinn" hafi nú ekki verið á eitt sáttur við neitt sem að hún gerði....en þegar að "fína frúin" yfirgaf hamborgarafjölskylduna voru bara fagnaðarlæti yfir því að harðstjórinn skyldi vera að fara...Það sem að hún gerði var að gefa þeim holt að borða, sjá til þess að fólk skifti milli sín heimilisverkunum, lét krakkana læra og reyndi að koma smá aga á liðið - sem að ég held að þeim hafi bara veitt af.....
Það virtist einhvernveginn ekki vera neinn millivegur á neinu hjá hvorugri fjölskyldunni....
En ég sá samt ekki pointið með þessu öllu saman og mér sýndist sem hjónin sem tóku þátt í þessu hafi ekki lært neitt né mikið af þessum skiftum..nema kanski einsog þau sögðu sjálf "lærðu að meta hvert annað meir"..........halllllóóóóóóó - ef að maður þarf að fara í e-h amerískan rauveruleikaþátt til að komast að því hversu "ómissandi" maki mans er - úff þá hlýtur nú að vera eitthvað meir en lítið að held ég....kanski verðlaunin í þessum þætti ættu að vera tími hjá Doktor Phil, í beinni að sjálfsögðu..svona til að pörin geti nú rætt og krufið issjúin sín aðeins meir fyrir framan alla...þasso smart.....æi skiliggi og veidiggi með þetta....úff - nú er ég farin að hrista hausinn aftur yfir þessu...hugsa að ég horfi ekki aftur á þennan "hroðbjóð"...nema þá kanski til að sjá "hvernig ég ætla aldrei að verða og hvað ég ætla ekki að gera hvað varðar uppeldi....hmmm" ... Annars er ekkert að marka tuðið í mér frekar en vanalega - þoli ekki raunveruleikasjónvarp, er með andlegt ofnmæmi á mjög háu stigi...

1 ummæli:

Svetly sagði...

...Heh - þú ert svo dugleg - enda útskrifuð úr Nav. ;)