11 nóvember 2005

...perluvinir...

...við fundum litla perlu.. lítil perla sem við höfum verið að pússa upp smátt og smátt - mætti segja að ég hafi verið að uppgvöta hægt og rólega hvað hún er falleg.
Eigandi perlunnar er búin að "geyma" hana í skelinni sinni í mörg ár og ekki sinnt henni, ekki pússað hana, dáðst að henni, notið hennar og ekki sýnt öðrum hana og alls alls alls ekki gert sér grein fyrir hvers konar dýrgrip hann hefur/hafði í höndunum (því miður!!!)...perlan hefur verið að tærast upp hægt og rólega og þegar hún finnst er hún nánast ónýt, djúpar sprungur á yfirborðinu sem vonandi er hægt að laga, með smá vinnu, þrautsegju, þolinmæði og ást...
..á hverjum degi hef ég setið með perluna í fanginu, reynt að hreinsa þaran og þangið úr sprungunum sem hafa myndast yfir árin, reynt að fá hana til að glóa og ég er ekki frá því að það hafi tekist í smá stund, að ég hafi séð spegilmynd mína á milli sprungnanna...
Eigandi perlunnar gerir sér grein fyrir að í höndunum hafði hann dýrgrip sem er hægt og rólega að renna úr greipum hans.... perlan hættir að glóa...vitandi það að eigandinn kann ekki að hreinsa þarann og litla þolinmæði til að læra...


..mér finnst ég sjaldan eins vanmáttug einsog þegar að ég horfi uppá fólk sem skiftir mig máli sært eða óhamingjusamt og geta EKKERT gert nema að vera til staðar.....

1 ummæli:

harpa sagði...

að vera til staðar er heilmikið skal ég þér segja.. ekki slæmt að eiga þannig fólk að :)