29 maí 2004

...púkinn í dag...

* horfa á gömlu konuna ganga á glerhurðina
* hugsa til barnsins sem að leytaði að "svampapitsugerðarmanninum" á Dominos í gær
* Þegar að maðurinn reyndi að borga með ökuskírteininu sínu
* þegar að hnakkinn var svo mikið að hugsa um lúkkið í kringum gellurnar og datt í stiganum
* gömlu afakallarnir koma og kaupa FULLT af dönskum slúðurblöðum "handa konunni" í yfirskini til að geta hennt einum klámara með..
* Þegar að FÍNU túrhestarnir komu til að spyrja hvar "Torvaldsenbar" væri því að þeir höfðu óvart rambað inná "kaffi Austurstræti" og þeim leist ekki alveg á blikuna *múhahaha*
* Þegar að túristarnir (eða þeir sem að eru að reyna að vera það) spyrja um styðstu leiðina í Snorralaug
...

...Ísland-Írland...

...stefnan í kvöld er tekin í Höllina á tónleikana..dísus hvað ég hlakka til...ég hálf skammast mín fyrir að hafa ekkert farið á þessa blessuðu listahátíð hérna...við erum að tala um massa listamenn á öllum sviðum, mikill peningur lagður í þetta, mikil umfjöllun erlendis og það er betri mæting frá fólki erlendis heldur en íslendingum...how lame is that....eða ég meina af okkur sem höfum einhvern áhuga á þessu/svona...já ég ætla að friða samviskuna og dilla mér í kvöld við brill tónlist...já stundum held ég að ég sé geimveran í vinahópnum þegar að kemur að svona löguðu...ég kýs írskíslenska tónlist og jazzhátíð á meðan liðið streymir á Metalica, Korn, Pink (langar reyndar massa á hana...), Pixís (kann ekki einu sinni að skrifa það heh) - æi þið vitið. Kanski er ég bara búin með þennan pakkann, var að reyna að telja saman alla svona "stóru" tónleikana sem að ég hef farið á og þeir eru nú bara fleiri en fjöldi táa minna og fingra...

...laugardagssól...

...Góðan daginn lömbin mín, já nú er maður bara mættur til vinnu, ótrúlega ferskur og sætur...ótrúlega ljúft föstudagskvöld hjá okkur "langmæðgunum"...mikið étið og glápt á imbann...jú jú það var splæst í megavikutilboð hjá Dominos...þegar að ég fór að sækja flatbökuna okkar (þurfti bara að bíða í korter) var fólk þarna orðið óhemju pirrað, sumir búnir að bíða í rúman klukkutíma - næstum 2...æiii....hefði ekki þolinmæði í svoleiðis, hvað leggur maður á sig fyrir eitt stykki pizzu?? Það var ótrúlega lítil sæt stelpa þarna með múttunni sinni sem að var orðin alveg ótrúlega pirruð og sveitt eitthvað...litla stelpan horfir svona stórum augum á mömmu sína með svona "ég skil ekki svip"......."mamma- hvar er maðurinn sem að setur svampa a pitsurnar?? "...ég hélt að það myndu allir trubblast þarna á staðnum...hehehe...já svona geta auglýsingar virkað *bros*
Well, ég býð ykkur bara góðan daginn öllum saman...njótiði dagsins og góða veðursins...glampandi sól og bærinn fullur af brosandi túristum....

28 maí 2004

...kynferðisl....

Úff miklar pælingar og vangaveltur í gangi hjá okkur stöllum hérna í Strætinu.....
Sumt vill maður vita um vini sína og annað ekki - eða svoleiðis er það hjá mér í það minnsta....einsog td hvað og hvernig fólk athafnar sig í rúminu...hmmm...það getur td alveg skemmt fyrir mér fólk að vita of mikið...því var fleygt framaní mig um daginn að ákveðinn einstaklingur er svolítið fyrir að láta flengja sig (muhahaha) sem er svosem ekki frásögu færandi nema hvað að nú alltaf þegar að ég sé þennann einstakling get ég ekki hætt að hugsa um þetta og verð svona pínu vandræðaleg...hihhi....litla púkanum dettur ýmislegt í hug til að stríða viðkomandi en ég má það auðvitað ekki hihhihihh....já svona getur það skemmt fyrir manni að vita of mikið... *glott*
Vorum líka að tala um/spá í hvað er svona mesta "TURNOFF" .... og það er td.

* Nakin einstaklingur - Í SOKKUM
* kúrekaskór
* flengingar
* þegar viðk. vill láta segja nafnið sitt
* Speedo sundskýlur/nærbuxur
* mikil bakloðna
* andfýla
* Þegar viðk. getur bara sofið hjá fullur/á einhverju ....
* Of mikið tal um sinn/sína fyrrverandi..

....og svo margt margt fleira :)
..hvað finnst ykkur !?!?

...skamm skamm..

...ohhh...það er ALLTAF verð að skammast í mér fyrir að þola ekki einhverjar sjónvarpsþætti, úfff....Ég er ekki svona sjónvarpsbarn held ég, hef aldrei ÞURFT að vera komin heim kl: 19:25 til að ná einhverjum einstaka þætti....eða þurft að taka upp eitthvern þátt á einhverri stöð svo að ég geti horft á annann þátt á hinni stöðinni..æi skiljiði...

Þættir sem að ég horfi/horfði ekki á og finnst EKKI skemmtilegir - ég reyndi þó...;
* Fólk með Sirrý
* Ally McBeal
* Sex in the city
* Bachelor(ette)
* Beverly hills
* Neighbours
* Melroses Place
* Leiðarljós/Glæstar vonir
* Miss Match
* Innlit útlit
* Extream makeover

.....og örugglega FULLT MEIRA... :)


Þættir sem að mér þykja góðir-skemmtó;

* CSI
* Friends
* ER
* King of queens
* 24
* -Allt á Discovery channel :)
* Everybody loves Raymond
* Viltu vinna milljón
* Poppunktur (-Felix)
* Seinfield
* Fraiser
.....

...föstudagur...

26 maí 2004

...á náttborðinu mínu...

....er alveg mögnuð bók...sem að ég mæli hikstalaust með...
Ótrúlega ljót saga skrifuð á fallegan hátt...hún heitir Ég er ekki hræddur...ef að ykkur vantar eitthvað gott að lesa á meðan að þið sitjið í sólbaði, í strætó, gamla ruggustólnum, á barnum/kaffihúsinu, í rúminu.....þið vitið...þá mæli ég með þessari

....mitt atkvæði...

.....fer til Baldurs
...flott myndaalbúm á síðunni *glott*....hvað er betra en "knúsilegur" forseti sem minnir aðeins á jólasvein...

...Druslur og gungur..

Eru ekki örugglega allir búnir að fara og skrifa undir..

ÁSKORUNIN

...Morgunmóment...

...ég á svo ótrúlega fyndin morgunmóment - á hverjum einasta morgni keyri ég sömu leið með erfingjann í gleðskapinn sinn....útvarp Latibær alltaf á fóninum (alveg að gera mig gráhærða...hihihh) og einhvernvegin sungið og trallað alla leiðina...jú jú erfingjanum er skilað af sér, strax skipt um útvarpsstöð og síðan tekur rúnturinn niðrí bæ við....á vissum gatnamótum á þessari leið minni er ég ALLTAF stopp við hliðiná/fyrir framan/aftan sama bílinn með sama manninum/stráknum í ... þetta er orðið svona móment hjá okkur á morgnanna...ef að við erum hlið við hlið er svona veifað og brosað, eða veifað í baksýnisspegilinn ef að þannig er...hihihih...um daginn hittumst við í Nóatúni og urðum eitthvað svona "mis"....einhvernveginn - "hæbb, hvað segist..jámmm...við sjáumst á morgunn..." hehehe...ótrúlega hálvitalegt..
....ekkert leiðinlegt að eiga svona "vin" í umferðinni thíhíhíhí...kanski svona hint um að maður eigi að sparka í rassinn á sér og rífa sig uppúr einhverri fáránlegri rútínufirru og velja sér nýja leið í vinnuna....
Ég er svona týpa - ef að mér finnst einhver matur ótrúlega góður get ég eldað hann endalaust og fæ aldrei leið á honum, fæ eitthvað lag á heilann og spila það aftur og aftur, fíla eitthvað kaffihús/kaffið/þjónustufólk/þjónustunan og fer þá alltaf á þann staðinn, finn einhverja góða leið til að ganga/keyra/hjóla og sú leið er bara farin....ég bít eitthvað í mig og held mig bara við það...
where everybody knows your name....

...Troy...

...hmm...já ég verð nú eiginlega að segja að ég hafi orðið fyrir pínu vonbrigðum með þessa mynd...Einsog þetta er nú flott saga og flott efni til að gera GÓÐA mynd úr þá einhvernvegin mistekst það (að mínu mati)...það er einsog það skipti ekki máli lengur að innihaldið verði að vera gott heldur bara umfangið - hafa allt nógu stórt, ýkt, tölvuvætt og dýrt...þá telst hún fullkomin...Ótrúlega mikið af góðum leikurum í myndinni en vá líka ótrúlega lélegir leikarar líka og bera þá af 2 aðalkonurnar...dísus...rosa flottar konur báðar tvær en ættu bara að halda sig við "Pepsíauglýsingar"...Mikið af berleggja flottum karlmönnum..það vantar ekki að allir hafa eitthvað að horfa á ALLAN tímann...gott hvað ALLIR voru vel vaxnir á þessum tíma *bros*
Hmmm....ég myndi gefa henni 7 - 7,5 í einkunn....dúddírú...

25 maí 2004

...maggi milljón...

....jæja, þvottavélaprógrammið er farið að vinda....líður mun betur og búin að gera svona nokkurnveginn hreinnt fyrir mínum dyrum, með mínum aðferðum...úff...léttir...

En já, hvað er málið með öll þessi "gælunöfn" sem eru í gangi í dag....einsog nöfn með númeraendingum...SKIL EKKI...nokkur dæmi sem að ég hef heyrt...Þröstur 3000, Maggi Milljón, Addi 800....etc....hmmm...hvernig og af hverju í óskupunum fær fólk svona viðurnefni.....eru þetta stelpurnar sem þeir hafa sofið hjá (í draumum sínum), talin brynguhár, eitthvað tengt bílum (MMC 3000 GT - kanski ), armbeygjur sem þeir vildu að þeir gætu gert... eitthvað númer sem er á uppáhalds heimilistækinu þeirra - Philips Blender 800...úff....*hugs*...hvað er málið...ef einhver veit svarið þá plís segið mér það .... *bros*
Já ég elska að spá í svona frekar pointless hlutum stundum, einsog gælunöfnum....þið vitið af hverju í óskupunum fólk fær þetta og hitt nafnið...dæmi...
Dunda, Kiddi Kind, Rollan, Krókurinn, Jón Róni, Bleyjan,Captain, Spíran...
...Já sumt segir sig sjálft eða þá maður getur látið hugmyndaflugið ráða....gaman að þessu :)

...Hvernig er hægt að vera EKKI milli steinsins og sleggjunnar...??

dísús...nú er hausinn alveg einsog þvottavél, allt of mikið í gangi í lífi annars fólks sem að ég vildi óska að væri ekki í gangi...ótrúlegt alveg hvað maður þarf alltaf einhvernveginn að lenda mitt á milli...hvernig er hægt annað...maður vill vera vinur vina sinna en samt ekki standa með neinum, skiljiði....Ég er svo sammála báðum aðilum en á sama tíma er ég svo ósammála þeim báðum..shit...úfff.....best væri ef að maður segði bara ekki neitt og skipti sér sem minst að þessu...erfitt þegar að maður þarf að standa bara hjá og gera ekkert og í raun er ekkert sem að maður getur gert......nema jú vera þarna ....
Síðan er annað, smá spurning til ykkar...
Hmmm...þið eigið vin sem að þið hafið þekkt í mörg herrans ár...vinurinn eignast kærustu (sem að þið hafið nota bene líka kannast við í nokkur ár)....þú og kærastan verðið voða góðir vinir...allir voða happy....öll dýrin í skóginum eru úber góðir vinir...árin/tíminn líður...þú sérð/heyrir/kemst að því að kærastinn (vinur þinn) hefur verið að skjóta framhjá kærustunni/vinkonu þinni....hvað gerir þú !?!?!??!?!?!!?!?!?
Plís smá aðstoð hér!??????
Já einsog ég sagði er hausinn minn einsog AEG þvottavél í dag...úff, hlakka til þegar að hún er búin að vinda og ég get farið að hengja upp HREINANN þvottinn......

24 maí 2004

...sólargeislar, ís og humrar....

...Gleðilegan mánudag litlu lömb og til hamingju með sólina...
..vona svo innilega að helgin hafi verið jafn góð og rigningin var mikil á laugardaginn...*shit*...
Mín var í það minnsta tærasta snilld...algjör útivistahelgi..
Jú og svo ákvað mín að byrja á videoglápi...hef ekki farið í bíó bara síðan að "Hook" var sýnd eða eitthvað og ekki tekið video í skrilljóns of jers svo að ég ákvað að byrja svona smátt og smátt...
Sá mynd sem heitir Magdalenu systurnar á föstudagskvöldið, svakalega góð mynd...hafði ekkert heyrt um hana og hafði ekki hugmynd um hvað hún var...alltaf jafn sátt við svoleiðis myndir...maður byrjar að horfa með ENGAR væntingar what so ever...já hún er flott þessi mynd....á laugardagskvöldið fór ég svo í allt aðra video vídd frá því kvöldinu áður og horfði á myndina "The Texas chainsaw massacre"...hihih...já alltaf gaman að horfa á góðan vibba inná milli...jújú þetta er svona allt í lagi mynd...alveg ótrúlegt atriði í þessarri mynd...jú jú það er brjálaður maður að elta megabeib sem svo heppilega vill til er klædd í þröngar buxur og hvítan hlírabol...well hann er að elta hana í gegnum eitthvað sláturhús með vélsögina á lofti...ótrúlega spennandi atriði...upp úr þurru þarf fríkið með sögina að setja brunavatnskerfið í gang...jújú það er alltaf betra að choppa megabeib í gegnsæjum hvítum hlírabol með geirvörturnar stinnar....eða þannig er það allaveganna í minni sveit....æi ég skil bara ekki svona...til hvers....þið vitið...
Já svo er ég að fara á Troy á morgun í bíó með vinnunni...hlakka ótrúlega mikið til...ekkert verra að hafa Pittarann og Bloom sem útsýni sitt í rétt rúma 3 tíma eða eitthvað...úff verði mér að góðu....
En já gott fólk, er búin að vera í 3 tíma uppá slysó í dag þannig að ég þarf að vinna upp MIKIÐ...ég skrifa ykkur því betur á morgun eða þegar að færi gefst....vonandi njótiði sólarinnar...verðið smá brún og svona....rosa mikið af "humrum" út um allan bæ í dag...bara gaman....

21 maí 2004

...langþráðurkaffibollabroskall....

...úfff...það eru einhverjar 50 mín eftir að þessum degi og ég er enn að reyna að komast í kaffi með Kongzilla...en nei nei allt kemur fyrir ekki....
Ég ætla í það minsta að bara óska ykkur góðrar helgar og vona að þið hafið það öllsömul alveg úber gott og gerið nú eitthvað gefandi, gott og skemmtilegt.....
Lifið heil litlu dýr...

...litlu ungarnir okkar...

...dísus hvað börnin geta verið yndislega furðuleg stundum...ég var að heyra í gær fullt fullt af undarlegum sögum af undarlegum börnum og ótrúlega vírd uppátækjum hjá þeim...

Hann frændi minn, sem er orðinn fullorðinn maður í dag - svona týpa sem að dræpi ekki einu sinni mýflugu þó hún væri að éta á honum handlegginn með hnífi og gaffli...Alltaf þegar að hann fékk mola eða eitthvað ætilegt í hendurnar sem barn þá borðaði hann alltaf stærsta bitann fyrst þó svo að honum þætti hann vondur, minnst spennandi, langaði ekkert í hann..etc....og vitiði af hverju það var....jú jú út af minnsta bitanum...hann var alltaf að spá í það hvernig minnsta bitanum liði með það að vera minnstur...best að bjarga honum og borða stóru bitana fyrst svo að hann yrði einn eftir og þar af leiðandi stærstur...thíhíhíhhí

Síðan er það annað barn hér á bæ....þegar að krakkinn var orðinn 4 ára gamall og flest börn á þeim aldri farin að tala...well í það minnsta farin að segja mamma, pabbi, nammi, takk...æi þið vitið...nema auðvitað eitthvað sé að - þá er kanski skiljanlegt að barnið sé ótalandi..
Þetta barn kunni ekki stakt orð nema eitthvað svona smábarnahjal...daginn eftir 4 ára afmælisdaginn situr þessi prúða fjölskylda við kvöldverðaborðið og er að spjalla saman bara...barnið jafn þögullt að vanda og forerldrarnir orðnir frekar vanir þögla og hjalandi barninu sínu...smá þögn leggst yfir borðið .. allt í einu heyrist úr einu horninu (úr munni litla ómálga barnsins)..."heyrðu mamma, það vantar SALT"
*múhahahahah*

Já, svo má ekki gleyma ógeðis barninu sem að ældi alltaf í búðum (dóta og íþróttabúðum) ef að það fékk ekki það sem að það vildi...hótaði alltaf litlu kúguðu mömmu sinni.."ef að þú gefur mér ekki þetta sverð þá æli ég"....
*ojjj*

Já lömbin mín...svona getum við verið spes öll sömul...

19 maí 2004

...fallega fólkið...

...jáms, þessa færslu ætla ég að tileinka konu sem er fullkomin í mínum huga....á sinn ófullkomna hátt....

* fallega fólkið borðar stundum yfir sig...
* fallega fólkið á sína slæmu daga...
* fallega fólkið fer stundum í mislita sokka...
* fallega fólkið á líka krumpaða/beyglaða bíla...
* fallega fólkið prumpar...
* fallega fólkið drekkur stundum 1 bjór of mikið...
* fallega fólkið er ekki alltaf í góðu skapi...
* fallega fólkið sefur stundum yfir sig...
* fallega fólkið er sumt með krullur...
* fallega fólkið borðar nammi...
* fallega fólkið bölvar stundum...
* fallega fólkið er sumt úr sveit...
* fallega fólkið gengur ekki alltaf frá fötunum áður en það fer að sofa
* fallega fólkið hrýtur stundum...
* fallega fólkið reykir sumt...
* fallega fólkið gerir stundum grín að öðrum...
* fallega fólkið "fer úr fötunum"...
* fallega fólkið er ekki alltaf sammála öðrum...
* fallega fólkið gerir stundum mistök...
* fallega fólkið eru ekki alltaf snilldarkokkar...
* fallega fólkið er ekki fullkomið...
...

* ljóta fólkið setur sig á einhvern óþarfa stall...
* ljóta fólkið telur sig vera fullkomið...

Já það væri hægt að gera úr þessu svona könnun...þið vitið. Þú getur komist að því hvort að þú ert falleg/ur eða ljót/ur með því að fara yfir listana...æi bla...
"gleðilegan mið-viku-dag"

18 maí 2004

...óheilbrigðskriffráhvarseinkennin....

...já ég s.s. skrifaði ekkert í heila viku eða eitthvað á þetta blessaða blogg og lét það því miður bitna á góðri konu hérna í vinnunni...fór að senda henni undarleg svör (sem eru actually alvöru svör við einföldum spurningum - vinnutengdum) á tölvupóstum, sem reyndar er orðið að einhverju dæmi hérna hjá okkur...bara gaman...gef ykkur smá dæmi;

Elsku Kría

Mikið þykir mér vænt um að heyra að þú hafir nú ákveðið að ljúka Háskólanum fyrst. Mér brá eilítið í brún þegar að ég frétti að þú hefðir gengið í JPV (Jesus Pervertism Versions (cult)). Hún móðir mín kom að tali við mig síðasta þriðjudaginn í þar síðasta mánuði og var henni frekar brugðið af fréttum þínum um inngönguna og ekki bætti úr skák að þú sagðist ætla að ganga í hjónaband með Reverant Nippletuck. Við afi þinn náðum þó að róa hennar skelkuðu sál eftir langt og gott spjall.
Annars er bara allt hið besta að frétta af okkur gamla fólkinu, við erum á fullu í Bocha og unum okkur vel í bridgefélaginu með Lóu og Bíbí, ég hef þó lúmskan grun um að afa þínum finnist þetta nú ekki eins gaman og mér. Ég ákvað því að skrá hann á tréskurðarnámskeið sem að hefst á morgun, það verður gaman að sjá hvernig gamli maðurinn tekur í það.
En ég verð bara í sambandi við þig sem fyrst aftur mín kæra, þar sem að maður er nú orðin alheimstengdur og allt það ...
kossar og knús yfir hafið
þín
Amma Sibba

...fallinn...með 4,9.....

jebbdídúddílú....nú er maður mættur aftur.....já, kauði féll og ég er barasta ánægð með það *glott*...fyrir mína hönd þ.e.a.s
Það er svosem ekkert mikið nýtt í fréttum héðan úr strætinu, lífið rúllar bara áfram sinn vanagang. Er búin að vera í átaki og gengur líka svona þrusuvel, er með harðsperrur á frábærum stöðum, já göngutúrara og magaæfingar margborga sig (ein að reyna að peppa sig upp)...alveg ótrúlegt hvað maður nennir engu...það er einhvernveginn alltaf erfiðast að byrja hlutina og svo er það ekkert mál...
Ég og Kónga (samstarfskona mín) vorum orðnar skuggalega háðar "smartísi" ákváðum því að hætta saman hihihhi...já erum búnar að vera nammilausar í rúma viku...ótrúlega duglegar. Ekkert mál þegar að maður er með einhverjum í svona átaki....erfiðara þegar að maður er einn...auðveldara að láta eftir sér og svindla og svona...hihih... (eða mér þykir það að minnsta kosti)...
Jæja, verð að halda áfram að vinna...bara svona að heilsa uppá fólkið og láta vita að nú mun ég halda vælinu áfram...held ég !





10 maí 2004

...Múrinn...

.....las snilldargrein (einsog þær eru nú flestar á þessari síðu...), gott þegar að einhver skrifar það sem að maður hugsar..

...plönin...

Já, helgarplönin stóðust, nema 3...fékk að sofa aðeins út á sunnudeginum, rólóaðist ekki á þeim degi og tók ekki video...samt nokkuð gott og er frekar sátt bara...Hefði orði mjög pirruð út í sjálfa mig ef að ég hefði sofið af mér gærdaginn...bara FRÁBÆRT veður og allir í góðu skapi...

...veðmál/áskorun...

...jæja börnin góð...gerði díl við frænda minn....hann ætlar að hætta að reykja og drekka og ég ætla að hætta að drekka og blogga...hætti bara að reykja seinna...gaman að sjá hvað við höldum þetta lengi út...þetta byrjar víst á morgunn svo að ég verð að vera dugleg að svala bloggþörfinni í dag....

08 maí 2004

...þegar ég var 17 ára..

...hélt maður í þá von (það var byrjað að tala um þetta þá) að áfengiskaupaaldurinn yrði lækkaður í 18 ára...jæja, vitir menn i gær var það víst samþykkt á Alþingi að hann yrði lækkaður...þetta tekur víst gildi 1 jan 2005...til hamingju með það litlu lömbin mín !!!
Finnst ykkur það í lagi eða finnst ykkur það of ungt !?!?!? (ekki koma með ..."maður má gifta sig, en ekki kaupa kampavín í eigin veislu argumentið"....eina sem að fólk virðist segja þegar að ég spyr það)

07 maí 2004

...Helgin góða...

...ljúfa líf...helgin er svo sannalega farin að banka uppá hjá mér....lítill helgarpúki komin í mig...jájá, maður er farin að leggja fólkið í vinnunni í einelti..eða einsog ég vill orða það brjóta það niður svo að ég geti byggt það aftur upp...já og svo er maður alltaf að reyna að stuðla að því að Regnbogabörn detti ekki úr umræðunni......
Hef ákveðið að gera stykkorð yfir plön helgarinnar og sjá svo hvernig þau standast...já alltaf gaman að prufa sjálfan sig...
Föstud. vinna, bónus, videoleiga, eldamenska, náttföt, svæfa, dekurtrítment hjá okkur Langmæðgunum, sófi, video eða bók, draumalandið í fyrra fallinu...
Laugard.vakna fyrir allar aldir (er með litla fallega/mennska vekjaraklukku), rólóast, vikulegi - LANGI - göngutúrinn, skókaupaleiðangrast, halda vöfflukaffi fyrir ömmu, rólóast meira, eldamenskast, baðast, svæfa, pússa dansskónna, finna sparíandlitið, skunda í kveðjupartý, drekka bleika bollu, skunda í afmæli, drekka öl, skunda á dansiball, óhreinka dansskónna, skella sér á minnst 1 súlu, fá sér eitthvað ógó að borða, koma heim á kristilegum tíma, sofna....
Sunnud.vakna fyrir allar aldir, baka fyrir veislu, fara í veislu, borða yfir mig, vinna, rólóast, í náttföt, slaka á og deyja.....

Jæja já svona er semsagt planið hjá mér um helgina..en ykkur!?!? Ég segi allavegana góða helgi lömbin mín...njótiði !!!

... ??? ...

...jæja Björn Bjarnason....láta lóga honum eða rétta honum konfektkassa ????

06 maí 2004

...mát í mínum huga......

Svona í anda þess sem að ég var að röfla um hérna í gær á blogginu mínu...um að vera "sínglíngur"...hugsaði mikið um þetta í gær og komst í alveg feita aðstæðu í gær til að tefla aðeins við "parafólkið"... *glott*

Sit innanum fullt af fólki, þar af 3 pör og þrír sínglíngar...
jú jú er ekki skvett framaní mig þessari spurningu.

frú:"jæja Urður, ertu eitthvað að slá þér upp, eitthvað svona krassandi að gerast hjá þér....???" (greinilega er lífið alveg dautt ef að maður er ekki að slá sér upp...nokkuð augljóst)

Ég:" - horfi svona voða hugsi yfir hópinn (alveg búin að plana hvað ég ætla að segja/svara inní mér...bara að mana mig uppí það...hihh)...

Ég:"Nei - en hvernig er annars kynlífið hjá þér og "blíbb"....eruði meira fyrir að sofa saman með slökkt eða kveikt ljósin ...??

frú:" - dauðaþögn, andlitið HRUNDI á borðið (ofaní Lattebollann) ... emmm ummm...ha???

Ég:" Nei bara spyr, finnst þetta svona jafn viðeigandi/skemmtileg spurning og þú spurðir mig...

SKÁK MÁT...ég var í það minnsta voða glöð í hjartanu!!!

Síðan var bara hlegið að þessu öllu saman eftir smá stund thíhíhí...ég meina, var ég eitthvað of gróf eða...mér þótti þetta allavegana mjög gott og fyndið svar...já stundum er betra að svara fáránlegum spurningum með jafn fáránlegum spurningum..hmmm...æi fleeeee...

05 maí 2004

Í kínverskum málshætti segir:

“Hundrað menn geta reist herbúðir, en aðeins kona getur gert hús að heimili”

A. J. Bucknall

...mömmur....

...voðalega liggur fólki lífið á að maður fari að sénsast eitthvað þegar að maður er á lausu...líður því betur ef að maður er að deita, hjálpar það eitthvað til í sálarlífinu hjá því, er þetta eitthvað kikk í kynlífinu hjá því !?!?! Ég held að ég viti ekki leiðinlegri spurningu en "hva ertu ekkert að slá þér upp stelpa" .... hef heldur aldrei heyrt hana jafn oft og núna síðustu 3 mánuðina...hmmm en ég er samt með kenningu :
"Daður er bensín sálarinnar"
..En já ég er búin að liggja heima hjá mér í ógójógósamlímosó flensu síðan á sunnudaginn og var alveg að missa vitið svo að ég ákvað að fara bara á stjá í dag þó svo að heilsan sé ekki sú besta...vona bara að ég smiti ekki samstarfsfólkið mitt....ég þoli ekki hvað maður verður eitthvað lítill og aumkunnarverður þegar að maður er veikur...það verður alveg mesta mál bara að fá sér vatnsglas og snúa sér á hina hliðina eru bara átök....en gott að hafa mömmu hjá sér....já mömmur eru bessssstar .... enda er líka mæðradagurinn á sunnudaginn, núna 9 maí og það má sko enginn gleyma mömmu sinni þá, allir að gefa mömmum sínum pakka og fínheit (og kanski hafa pínu meira hugmyndaflug en hálfdautt blómabúnt úr 10-11 *glott*) !!!!!!!!!!!!!!!!! Annars er mömmum ykkar að mæta !!!!!!!!