29 september 2004

...bráðum koma....

...jæja börnin góð, september að ljúka og vitiði hvað...jújú - haldiði að ég hafi ekki bara heyrt jólalag á leið í vinnuna í gær........."HVAÐ ER ÞAÐ"...ég er jólabarn en eg meina er þetta ekki aðeins of snemmt, eða hvað finnst ykkur? Þar sem að ég vinn í bókabúð og sé um íslenskar bækur þar þá eru farnir að koma ansi margir póstar á hverjum degi um jólabækurnar sem eru víst að fara að skríða í hús..úff, maður fær svona áminningu að maður sé nú kanski ekki besta týpíska húsmóðirin, ekki farin að föndra, baka, raula jólalög né búin að hugsa út í jólagjafirnar í ár (veit um nokkrar sem hafa þær alveg á hreinu..úff). Mig langaði nú eiginlega bara að njóta októbers og nóvembers án jólaamstursins (eða þið skiljið) og hella mér svo bara í stressið í desember, en maður fær víst engu um það ráðið...eða hvað...
En jæja nóg röfl í bili, best að hella sér í Njáluna....

...frábært...

...mér tókst snilldarvel að láta 1 manneskju eyðileggja fyrir mér daginn..."skál fyrir því"...
:(

28 september 2004

...bloggleti...

....ég held ég hafi frá of miklu að segja til að koma því frá mér, get með sanni sagt að dagarnir frekar spennandi...voða mikið af ætli/skyldi/myndi/ætti ég að ....spurningar að fljúga í gegnum litlu baunina mína - en það er nú bara gaman!!
Litli erfinginn er á fullu í aðlögun á leikskólanum, gegnur svona líka blússandi vel - vill bara ekkert fara þegar að maður er rekin þaðan, dísus samt hvað ég var fegin í morgun þegar að tíminn okkar var búin því að ég og einn pabbi sem að vorum með skæruliðana okkar þarna vorum frosin föst við tröppurnar...það er orðið svo kalt úffff...
Já og íbúðin er alltaf að taka á sig betri og betri mynd og mér líður alltaf meir og meir einsog heima með hverri mínútunni, svona er það þegar að maður á góða að sem að hjálpa manni MIKIÐ - smíða veggi, bora upp hluti, koma með þvottavélar (mjög gamla og flotta vél eheheh)......já lífið er svona líka blússandi fínnt þessa dagana :)
Ég er að reyna að ákveða hvað gera skal af sér á afmælisdaginn (föstudaginn),...einhverjar hugmyndir??
Jæja ég verð að fara, kaffið kallar - þarf að þyðna...finn ekki fyrir fingrum, fótum, eyrum, nefi....úfff..

24 september 2004

...nörd...

...var í gær á spjallinu við eina af fallegri manneskju sem að ég þekki og hún er á því tímabili núna þar sem að hún "glóir" af því að hún er svo skotin .... heheh...ég bað hana að lýsa fyrir mig manninum, sem og hún gerði...en hún byrjaði því miður á því að segja ..."hann er svona pínu nörd....hann....". Bíddu, bíddu, hvað er að vera nörd" - "æi svona, les mikið, fer í ræktina, finnst gaman að vera heima og elda góðan mat"
.....hmmmmm....hvað er nördalegt við þetta ??? Og hvað í ósköpunum er að vera NÖRD....sumum finnst fólk sem að hefur gaman af tölvuleikjum nörd, fólk sem lifir fyrir vísindaskáldsögur, greinilega fólk sem les mikið, "hangir" í tölvunni, fer í ræktina, eldar góðan mát, finnst gaman á hestbaki, djammar mikið, fer mikið í bíó....horfir á Star Trek.....etc...bíddu - eru ekki bara allir pínu nörd....áhugamálin eru víst jafn mörg og margbreytileg einsog við fólkið erum mörg og margbreytileg....æææi, veit ekki - bara einhver hugarsúpa í gangi núna... :)

23 september 2004

...frostrósir...

...ég var eitthvað svo voðalega mjúk í morgun þegar að ég vaknaði.....gekk um íbúðina með englinum, gerðum "morgunverkin", settumst svo niður og dáðumst að veðrinu og frostrósunum sem að höfðu sest á eldhúsgluggan....æi þær voru svona einsog í teiknimyndunum....ótrúlega fallegar....við alveg "vá fallegt - frostrósir - yndislegt - magnað....." og þar fram eftir götunum.....sólin skein, fuglarnir sungu...eitthvernveginn allt svo fallegt og yndislegt við þennan morgun....gerðum okkur klárar mæðgurnar og örkuðum svo út í bíl....kuldabolinn fór að narta í nebbana okkar og dóttir mín ennþá svona "Vááááá fallegt.......", ég meira svona "djöfulsins kuldaógeð...", setti hana í stólinn sinn og inní bíl........ég ennþá...."dauði og djöfull, skafa og ógeð, kalt, viðbjóður, úfff......" en brosti alltaf framaní engilinn sem að ég sá að sat í makindum sínum inní heita bílnum og alveg "VÁ MAMMA - FALLEGT"....

22 september 2004

..ammæli...

...úfff...nú á maður víst afmæli eftir 8 daga og ég er farin að heyra spurninguna "hvað viltu í afmælisgjöf" ansi oft á dag...hmmmm...veitiggi, veitiggi, veitiggi....svo margt en samt veit ég það ekki...manni svosem vantar ekki neitt...æi þið vitið hvað er erfitt að fá þessa spurningu, eða kanski er það ekkert erfitt....ég þoli þær ekki..hvað viltu í jólagjöf og hvað viltu í afmælisgjöf....
litla græðgispúkanum í manni langar alltaf í eitthvað maður hefur bara EKKI HUGMYND um hvað það er sem að manni langar í heheh..
..farin að tala tungum....best að snúa sér þá bara að öðru en að blogga...heheh...hasta pronto guapitos..

...sms...

"Langar þér að koma með mér og nokkrum örðum í smá SKEMMTIferð til útlanda um miðjan okt...?"

"hverjir erum við, og hvað köllum VIÐ SKEMMTiferð ?"

"Við erum X, X, X, og X . SKEMMTiferð er 10 daga djamm, djús og mikill dans..."

"Nei takk, ómögulega..."

"Þú ert geðveik ung kona..."

....þetta eru nokkur sms sem flaug milli okkar vinanna fyrir stuttu.....SKEMMTiferð í mínum augum, er e-h svo langt frá djammi og djúsi í framandi borgum...það er e-h sem að hægt er að stunda mjög reglulega, eða svona hvern föstudag og laugardag hérna á þessari eyju...ég e-h.veginn myndi aldrei tíma útlandinu í eitthvað svona...en maður er víst stimplaður geðveikur núna af nokkrum félögum...heheh...

mið-viku-dagur

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan miðvikudag !! Ég ætla nú bara að byrja daginn á því að óska Kötlunni minni til hamingju með daginn....26 ára gellan (eða 49 *glott*).....Í kvöld skal haldið uppá daginn, pakkar opnaðir og ljúffengar veigar verða á bostólum....*slurk*.....klukkan rétt að skríða í/yfir 9 og ég farin að slefa yfir kvöldmatnum... Slotið bara orðið nokkuð tilbúið og ég vel sátt við flest allt....flestar myndir komnar á sinn stað, bókum hefur verið raðað (mjög mikið issjú hjá mér heheh), gardínur komnar upp, fest hafa verið kaup á dýrindis ísskáp sem hefur fengið nafnið "Samúel"......það eina sem að vantar núna er bara þvottavél og þá verð ég 100% sátt... Nú getur maður farið að sinna náminu sínu sem skildi...hmmm....hef ekki alveg verið að gefa mér né finna tíma til þess.....hmmm....læra - flytja - flytja - læra.....FLYTJA...... Jæja, vinnan farin að hrópa á mig hástöfum....bið bara að heilsa ykkur í bili litlu lömb..

20 september 2004

...góð helgi...

...úff hvað helgin mín var perfect!! Vona að það hafi líka ræst úr ykkar lömbin mín...!!
-Held að íbúðin sé bara að taka á sig skemmtilegri og skemmtilegri mynd með hverri mínútunni...gaman, gaman.....stóð í miklu nostri um helgina.....fann reyndar líka tíma til að fara á tónleika í Háskólabíói með Diddú og Jónasi I....sem voru bara mjög góðir, þrátt fyrir mitt "andlega" ofnæmi á Diddú...henni tókst bara snilldar vel upp þessari elsku.....tók 2 uppáhalds lögin mín (íslensku)..."sofðu unga ástin mín" og "Brennið þið vitar"....var ótrúlega sátt við það hvernig hún söng vögguvísuna en hún hefði nú alveg mátt vera heima hjá sér í útsetningunni á "vitunum"....ÞOLI ekki þegar að óperusöngkonur syngja lög sem ekki eru samdar fyrir raddir einsog þær hafa...úff........finnst ykkur "Braggablús" flottur í óperustíl...nei ég bara spyr....??
..Hafiði spáð í laginu "sofðu unga ástin mín....", þetta er örugglega lag sem að ALLIR þekkja og örugglega allar mæður hafa sungið eða raulað fyrir börnin sín.....samt er þetta ein sorglegasta vögguvísa sem að fyrirfinnst....Það er kona sem að stendur með barnið sitt (hvítvoðung) og syngur þetta lag fyrir það rétt áður en hún kastar því í vatnið til að deyja - úff ..... það er alveg krípí hvað þetta fallega flott lag en samt á sama tíma svo fallega ljótt.......
En jæja, nóg raus frá mér í bili..........ætla að fara að skríða undir sæng....heilsa uppá hann Óla vin minn Lokbrá....
Sofiði rótt lömbin mín

17 september 2004

....víma...

....jæja sit heima í slotinu mínu og uni mér vel......yndis yndis tónlist á fóninum....var að enda við að bera e-h olíu dauðans á e-h við hérna og er ekki frá því að maður sé bara pínu "hæ" af þessu, samt var þetta gert utandyra....hmmm....þolið ekki meira en þetta :)
Morgundagurinn er svo planaður í bak og fyrir og ég hlakka svo til að vakna á morgun...úff...alltaf gaman þegar að "tilhlökkunarfiðrildin" flögra í maganum á manni!! Úff hvað ég er ánægð með lífið í dag....í gær var "eitur" dagur og ég lét ýmsa hluti bitna á ýmsu fólki (*úps* - kemur fyrir víst) en baðst svo afsökunar á því í dag heheh...
Æi, maður er svo "mjúkur" e-h núna....veit ekki alveg hvað er í gangi, er ekki komin á breytingaraldurinn svo að það eru ekki þeir hormónarnir...hmm...æi mér er alveg sama...svo lengi sem að þetta fer ekki út í öfgar og maður fer að grenja yfir Always Ultra auglýsingum, segir ókunnum vegfarendum að manni þyki vænt um þá eða fæ þær ranghugmyndir að ég geti bjargað heiminum....heheheh.....Ég átti nefnilega 1 þannig dag þegar að ég var ólétt um árið (vá hljómar einsog ég sé sextug *glott*)
......Ég grenjaði yfir Sjampoo auglýsingu (btw - held að þetta hafi verið auglýsing síðan 1984 og það var EKKERT fallegt né sorglegt við hana...bara gella í sturtu að þvo sér um hárið, gæti svosem verið að maður hafi verið að grenja úr öfund yfir fegurð og líkama konunnar heheh....)
Ég sagði við einhverja konu út í bæ (vorum á Subway - hafði ALDREI séð þessa konu áður) að hún væri svo sæt og liti svo vel út....ætlaði svo sama kvöld að taka að mér 4 kettlinga sem að kunningjakona mín gat ekki losað sig við og þurfti að lóga og passa kisurnar hennar 2 á sama tíma á meðan að hún og maðurinn hennar færi til útlanda.....why why why myndi nokkur manneskja gera e-h þvíumlíkt...........já svona getur maður nú verið geðveikur..
heheh...jæja best að fara að taka uppúr "þessum" kassa..........mjög girnilegur

"MJÖG private" (stendur á honu) hhehehe - pakkaði ofaní þennan fyrir MJÖG löngu síðan og man EKKERT hvað í honum er....

.."aktutaktu-skilnaður"

Mér finnst að e-h ætti að reyna að koma á laggirnar svona "aktu-taktu" stofunun...einsog sýslumaðurinn, tryggingastofnun, féló, skatturinn...æi þið vitið allir þessir staðir þar sem að hlutirnir ganga alveg afspyrnu erfiðlega og hægt fyrir sig.....Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur..

"ég ætla að fá eina með öllu nema hráum....litla kók í gleri....og svo láta þinglýsa þessum húsaleigusamningi...heyrðu já hafðu sinnep undir og yfir..."
"370 kr.....gjörðu svo vel...og góða helgi..."

"Eitt frelsi fyrir þúsund hjá símanum....og skilnað ..."

:)

..stýrur...

...að sjálfsögðu vaknaði maður við að fara svona í sturtuna í gær...úff...var að taka uppúr kössum og raða og svona til rúmlega 6 í morgun, gat bara ekki hætt...held líka að ég hafi ekkert verið á leiðinni að hætta...hugsa að ég hafi bara dottið út...því að ekki man ég hvernig komst í bólið hvað þá eftir að hafa sofnað..heheh...Þannig að í dag er maður svona nett tussulegur og þreyttur - get samt ekki hætt að hugsa um allt sem að ég ætla að gera HEIMA í dag þegar að ég er búin í vinnunni.....langar bara til að vera allstaðar annarstaðar heldur en hér í dag...svo margt sem þarf að gera og svona...víííí....
Plan helgarinnar er
*bæsa
*pússa
*afsýra
*skrapa
*bera tekkolíu á viðeigandi hluti...

ohhhh

16 september 2004

...kotið...

...sit í nýja/gamla kotinu mínu, þæginlega þreytt eftir erfiði dagsins....
*taka brothætta hlutinn....
*vefja honum inní ógeðisdagblað (verða mjög svört á puttunum....djö)
*setja ofaní kassann....
*taka næsta brothætta hlut.....og þar koll af kolli og kassa á eftir kassa...hmrf....
*fylla bílinn af kössum
*keyra í nýja húsið
*tæma bílinn
*aftur heim (x-heim)
*fylla bílinn.......bílferð eftir bílferð
*taka dagblaðapappírsklumpinn - taka brothætta hlutinn úr ...
*finna hlutnum stað.......og þar fram eftir götunum...

Sit nú umvafin kertaljósum, Eva Cassedie (man ekki hvernig nafnið er skrifað) á fóninum, rjúkandi heitt kaffi og ótrúlega sátt og ánægð með afrek dagsins....ískápurinn kominn í samband...margt komið á sinn stað og einhvernveginn líður mér "heima" - skiljiði mig...þó að ég sé enn umvafin kössum og dóti sem vex mér ótrúlega fyrir augum...þá verður maður eitthvað svo ánægjulega þreyttur þegar að maður er að flytja....þetta er allt svo gaman. Bjóst ekki við að fá íbúðina afhenda fyrr en 1 okt þannig að þetta var svona pínu óundirbúið .... en bara gaman....nú verður kanski allt orðið reddý fyrir ammælisdaginn.....þá verður bara opið hús, kaffi á könnunni og kökur...
Ég fór á alveg merkilega tónleika í síðustu viku með Sinfóníuhljómsveitinni...hef aldrei farið á Sinfóníutónleika hérna á Íslandi...þeir voru alveg magnaðir.....sat með gæsahúð allan tímann...Maríus tók nokkur lög með Sinfó......og gerði það alveg listavel...verst að það er ekki kominn diskurinn "Maríus og Sinfó"....heheh...hefði alveg verið meira en til í að kaupa hann....Ég er ekki - eða ég hélt ekki að ég væri þessi sinfóníutípa...en vitir menn þetta var mergjað og ég mæli með þessu...og þeir sem hafa engan áhuga en einhverra hluta vegna eru tilneiddir til að fara e-h.daginn eiga eftir að skemmta sér konunglega bara að horfa á stjórnandann..."á hverju er hann ??"..... ég lét hinsvegar 1 manneskju fara í taugarnar á mér, veit ekki alveg af hverju - jú þessi týpa sem að lét þjóðina safna fyrir fiðlu handa sér...úfff....sú fer í pirrurnar á mér, greyið konan heheh....en hún er örugglega algjör snillingur og vænsta skinn...*bro*
En jæja, nú ætla ég að fara í góða sturtu...og koma mér svo í bólið..Óli Lokbrá bíður eftir mér - vonandi með e-h fallegan draum í farteskinu...
góða nótt....og dreymi ykkur öllum fallega......

09 september 2004

golf, golf, golf

Giftur maður átti í leynilegu ástarsambandi með eiknaritaranum sínum. Dag einn þegar ástríðan tók völdin ákváðu þau að fara heim til hennar þar sem þau áttu villta eftirmiðdagsstund. Eftir öll lætin voru þau orðin dauðþreytt og sofnuðu. Klukkan 20:00 vöknuðu þau og þegar maðurinn byrjar að klæða sig á fullu, segir hann einkaritaranum sínum að fara með skóna hans út og nudda þeim í grasið og moldina. Furðu lostin konan skilur ekki alveg hvers vegna hann biður um þennan greiða, en hlýðir engu að síður. Hann skellti sér svo í skóna og keyrði heim. ,,Hvar hefuru eiginlega verið maður ?´´ spurði konan eiginmanninn þegar hann kom inn um dyrnar. ,,Elskan ég get ekki logið að þér, ég á í leynilegu ástarsambandi við einkaritarann minn og við erum búin að vera á fullu í bólinu allan dag, svo sofnuðum við og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 8.´´ Konunni varð litið á skónna hans og sagði: ,,Helvítis lygarinn þinn, þú ert búinn að vera að spila golf í allan dag !!!´´

....geisp geisp....

....hafiði upplifað svona daga þar sem að þið eruð endalaust þreytt en náið ekkert að sofa, þið vitið of þreytt til að sofna...?? Alveg undarlegt fyrirbæri...
Við mæðgur erum kanski/vonandi komnar með snotra íbúð núna 1 okt....úff - fæ að vita það í dag eða á morgun...get ekki beðið...Já, 1 okt er sko næstbesti dagur ársins myndi ég halda, þá gerist allt (allavegana þetta árið...)....erfinginn fer á leikskóla, við flytjum í nýtt húsnæði (vonandi), góður vinur byrjar í nýrri og laaaaaaángþráðri vinnu, besta vinkonana verður ríjúnætit með betri helmingnum og síðast en ekki síst þá á maður víst afmæli...já 25 ára geitin..úff...ykkur verður sko öllum boðið í vöfflur og fínheit í nýju íbúðinni.....*bros*

08 september 2004

Fékk sendann eina góða skrýtlu í morgunsárið.....frá ljúfri Brók ..... ákvað að deila henni með ykkur..ath hvort að einhver kannast við þetta....

Afskiptasemi

Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...! Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA! Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR! Eggin munu festast! Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!
Konan horfði á hann og sagði. " Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?
"Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér á finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum

07 september 2004

...ohh, ég elska þetta veður - yndi yndi yndi...vildi bara óska að ég gæti notið þess uppí rúmi, undir sæng með góðri bók...*namm*
Í gær fór ég í bíó með fjöllunni, sáum myndina "Dís" sem var bara ágæt...fín mynd, ótrúlega sátt við hvað það voru mörg ný andlit í henni...orðin svona nett þreytt á sjá alltaf SÖMU andlitin ár eftir ár og mynd eftir mynd....mér fanst önnur aðal leikonan hrein snilld og kom mér alveg ótrúlega á óvart (minnir að hún heiti Ilmur K.) - hún á eftir að gera góða hluti þessi pía, ef að hún er ekki bara byrjuð á því...*bros*
Annars er lífið farið að róast aðeins í vinnunni, skólafólkið sem hefur e-h alvöru hug á að læra í vetur búið að kaupa bækurnar sínar og túristarnir farnir að týna sig heim....ó mæ god...sáuði þessa "huges" sardínudós sem að var hérna við land á laugardaginn....hún var húmongus.......ég man ekki hvað ég heyrði að það hefðu verið margir um borð, 2800 farþegar og 1100 manna áhöfn....3 leikhús, skemmtistaður, bíó....mall...úffff....djö væri gaman að fara í svona krúz e-h.daginn......eða hvað?

01 september 2004

...titlaður...

...við sílin sátum saman í matnum áðan á Brennslunni þegar að framhjá okkur trítlar stöðumælavörður - en þó ekki í sínu vanalega jobbi heldur var að hann að tæma stöðumælana alla....við fórum svona að velta því fyrir okkur hvað maður skildi nú geta kalla sig eða sagst vinna við ef að maður væri nú í þessu jobbi og vildi nú hefja sig á aðeins hærri stall eða kanski skammaðist sín fyrir starfs sitt...eða e-h bara.....well það eru ekki fáir titlarnir...

* Féhirðir
* Ég vinn á fjármálasviðinu
* Yfirmaður innheimtu og söfnunardeildar R.borgar
* Ríkisféhirðir
* Ég er í innheimtudeild gatnamála
* Sparibaukamaðurinn
...
og þar fram eftir götunum....við horfðum á manninn og grenjuðum úr hlátri...úff, endilega komiði með fleiri tillögur......

..hormónelt hýena...

...úff, ég vinn á stað þar sem einungis konur/stelpur vinna (á daginn þ.e.a.s.) og andrúmsloftið hér getur orði svo rafmagnað og hormónelt að það er alveg yndislegt....ekki myndi ég hætta mér inní þessa ljónagrifju fyrir mitt litla líf ef að ég væri karlmaður....nú er t.d. sá tími mánaðarins á mínum vinnustað þar sem að klærnar eru brýndar og öskrin æfð...úff...en það er bara gaman að þessu...
Það er algjörlega hægt að líkja vinnustað mínum við "geðklofa hýenu á túr" í dag....
Það er brosað, verið yndislega hjálplegur og elskulegur við viðskiptavininn..en um leið og hann snýr í baki í þær þá er hugsuð besta leiðin til að króa hann af og éta hann....
Já það er gaman að fylgjast með hvað manneskjan getur verið margbreitilega GEÐVEIK...heheh