27 desember 2007

...meikar sens....

"Lífið er auðvelt - þegar maður hættir að gera sér það erfitt"

...*eftirjólaofátiðgeispið*...

...Jæja - er ekki frá því að þetta hafi bara verið með ljúfari jólum í laaaangan tíma, svo afslöppuð og vær eitthvað...
...Setti náttúrulega punktinn yfir i-ið þegar að jólasnjórinn lagðist yfir allt, dúnmjúkur og fallegur....hvítu jólin komu loks...með svona "ekta" jólasnjó *namm*
...Kalkúnninn og allt sem með honum var heppnaðist mjög vel - ísinn góður - jólakortin mörg og svo skemmtileg þetta árið...
...Krílin opnuðu pakkaflóðið á mettíma og ég er ekki frá því að því hafi fylgt smá "geðshræring" og skjálfti....
...Alveg merkilegt með pakkana sem börnin fá - þvílíkt magn handa svona litlum manneskjum - sitja sveitt við að opna, gleðin leynir sér ekki í augunum og spennan...en það er samt einhvernveginn þegar að upp er staðið alltaf bara einhver ein gjöf sem að stendur uppúr og sem að þau leika sér með - sem hefði dugað...
...Til að hljóma nú nógu væmin - þá voru jólin hin fullkomnustu - ég fékk allt sem ég óskaði mér (í mjög óáþreyfanlegum skilningi)...ég var með fólkinu sem ég elska og ég fékk að njóta samverunnar, gleðinnar, ofátsins, kyrrðarinnar, stundanna og alls með þeim..gæti maður beðið um það betra??
...Inní mitt hús laumaði sér eitt stykki "ósmekkleg/óviðeigandi/pirrandi" gjöf - lét þar við sitja - og ræði það ekkert frekar *hehe*...
...Fórum í nokkur jólaboð, prúðbúin með "sparíbrosið" og hafa fjölskyldurnar alveg verið teknar út og nýji "tengdasonurinn" mældur og metinn mínu meginn - gott að það er frá...(efast ekki um að ég hafi verið afgreidd líka, upp að vissu marki...þó þessar fjölskyldur séu eins ólíkar og hægt er held ég )
...svo nú er maður mættur galvaskur aftur til vinnu, í heila tvo daga eftir kappátið mikla síðustu vikuna...síðan tekur barasta við nýtt ár...5 dagar börnin góð, 5 dagar...
...Tónleikar með "bóndanum" á morgunn - hlakka mikið til, þó ég sé ekki að nenna strax aftur í sparíföt ...
...Erfinginn farin í föðurhús - hálf tómlegt án hennar að vanda....en svona "notalega tómlegt" - maður veit að hún hefur það gott og er umkringd góðu fólki...einsog það á að vera....

...Vona annars að allir séu saddir og sælir eftir hátíðarnar og hafi fengið "kertin og spilin" sem þeir óskuðu sér...

...Kasta líka góðri afmæliskveðju í Kúrbít nokkurn..hann verður víst árinu eldri í dag sá "gamli" vitri maður...vona að dagurinn verði nú fallegur og góður við þig....og þína ;)

24 desember 2007

..jól gleðileg...


...Langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla..
...vona að þau verði jafn falleg og góð við ykkur og þið öll eruð...
...klukkan er korter í jól (eeeeða....svona þæginlega stutt í þau)...
...alles klar...allir í góðum gír...ró í kotinu....
...ljúft...
...svona á þetta að vera..

kossar og knús frá Kotverjum til ykkar ;)

19 desember 2007

21 things you can only get away with saying at Christmas:


1. I prefer breasts to legs
2. Tying the legs together keeps the inside moist.
3. Smoothe the butter all over the breasts!
4. If I don't undo my trousers, I'll burst!
5. I've never seen a better spread!
6. I'm in the mood for a little dark meat.
7. Are you ready for seconds yet?
8. It's a little dry; do you still want to eat it?
9. Just wait your turn, you'll get some!
10. Don't play with your meat.
11. Stuff it up between the legs as far as it will go.
12. Do you think you'll be able to handle all these people at once?
13. I didn't expect everyone to come at the same time!
14. You still have a little bit on your chin.
15. How long will it take after you put it in?
16. You'll know it's ready when it pops up.
17. Just pull the end and wait for the bang.
18. That's the biggest bird I've ever had!
19. I'm so full, I've been gobbling nuts all morning
20. Wow, I didn't think I could handle all that and still want more!
21. I do like a good stuffing.

18 desember 2007

..morgunsöngl af innlifun....


Ég geri mikið af því að syngja þegar að ég er ein í bílnum - og hafa "aríurnar" aukist og þróast allmikið síðan að maður fór að keyra "brautina góðu" á hverjum morgni....gott að byrja hvern dag á smá söng - er það ekki ? *glott*
Ég er ekki frá því að ég er laaaangbesti söngvari sem að ég þekki og veit um á því andartaki sem að ég syng inn daginn á brautinni - ég hef það á tilfinningunni að ég sé engu síðri en sá sem ég er að syngja með í útvarpinu og ekki frá því að ég hljómi bara aaaalveg eins...jújú það hafa komið móment þar sem ég syng aaalveg einsog Friðrik Ómar og Céline Dion þessar elskur....
Nema hvað það var einn af þessum morgunum í morgun - ég syng og tralla inn daginn, er komin inní Hafnarfjörðinn góða - sit þar í makindum mínum og horfi á rauða ljósið, bíð eftir að ég fæ "goahead"...ég og Dolly nokkur Parton erum að syngja jólalag saman...klappa stýrinu svona létt í takt við countryjólalagið...syng viðlagið af þvílíkri innlifun - verður litið yfir í næsta bíl..vitir menn maðurinn sem að þar situr lítur á sama augnabliki yfir í bílinn til mín og Dollyar og við tökum viðlagið saman ÖLL ÞRJÚ og klöppum og stýrið í takt....
Mjög absúrd, skemmtilegt, skrítið, fyndið, söngelskt móment....ætli honum (manninum á Golfinum) finnist hann syngja alveg jafn vel og Dolly Parton og hljómi einsog hún ... ég er nokkuð viss um það....og vill bara þakka honum "samsönginn"....færði mér stórt og mikið bros inní daginn og kanski pínulítinn kjánahroll...sem er baaaara skemmtilegur svona á þungbúnum þriðjudegi í desember....

11 desember 2007

..11 desember 1956...


..Jebbsí, fyrir 51 ári fæddust tveir undursamlegir einstaklingar, fallegir litlir tvíburar (jújú ásamt skrilljón mans til viðbótar...til hamingju líka)
..nema hvað að annarr tvibbinn er mamsan mín...
..TIL LUKKU MEÐ DAGINN ENGILL...
..Vona að dagurinn verði nú fallegur og góður við þig í Danaveldinu og að bökuð verði fyrir þig ljúffeng afmæliskaka *hinthint*....
..Fann í netheimum skemtilegan lagalista yfir top lögin 1956 og ég legg það til við Kristján Grímsson (gestgjafa móður minnar þessa stundina) að syngja ÖLL lögin fyrir hana - svona fyrir svefninn...

The Poor People of Paris by Les Baxter
Singing the Blues by Guy Mitchell
Rock and Roll Waltz by Kay Starr
Love Me Tender by Elvis Presley
Don't Be Cruel/Hound Dog by Elvis Presley
My Prayer by Platters
The Wayward Wind by Gogi Grant
Heartbreak Hotel by Elvis Presley
Memories Are Made of This by Dean Martin
Lisbon Antigua by Nelson Riddle

07 desember 2007

..föstu-föstu-föstu....





...dagur...
..and i´m out.....
...túddílúúú...

...afslappað föstudagspár...

...Já - ég er farin að halda að "ritstíflan" sé dagatengd á einhvern hátt - ætli manni létti svona þegar að föstudagurinn rennur upp og maður veit að það bíður mans ekki hinn venjulegi/reglubundni vinnudagur "á morgunn" ?
..vissuði hvað mig hlakkar mikið til jólanna og þess sem koma skal....
* Í dag á Gríma afmæli - til lukku með daginn "ljúfa"
* Doña Anna Þrúður flýgur yfir hafið eftir 3 daga og heldur uppá Jólin á dönskum pöbb (eða ekki...samt í Danaveldi)
* Hlakka til að sjá hvort við fáum rauð eða hvít jól....
* Hlakka til að fara með erfingjanum, Don Herði og öllum skaranum að finna og höggva hið fullkomna jólatré....
* Doña Anna Þrúður á afmæli eftir 4 daga...drottningin verður 51 árs...
* Hlakka til að halda uppá jólin með öllum 40 fallegu tánum....
* Hlakka til að byrja að gefa í skóinn..
* Get ekki beðið eftir "jólabókinni"....
* Það eru 17 dagar til jóla...
* Hrefna sys verður árinu eldri eftir 14 daga...
* Ása Björg ofurpæja með meiru á svo afmæli á aðfangadag (það má ekki týnast....)
* Hlakka að njóta þess að hafa dísina mína hjá/með mér á aðfangadag...
* Kúrbíturinn yngist með hverju árinu og heldur uppá það 27 des...
* Leynivinadagar í vinnunni - það sem mér fannst þetta ekki fáránlegur "leikur" - en jújú farin að hafa gaman að núna - alveg búin að "plotta" og hlakka til að sjá hver verður "fórnarlambið" mitt þetta árið....
* Hlakka svo til að sjá andlitin á krílunum þegar að þau opna pakkana sína....
* Eftir 25 daga verður árið 2008 komið - til að vera, í það minnnsta í ár...
* Þorlákur nálgast óðum - hlakka svo til að ganga niður laugarveginn með frostbit í kinnum, dúðuð/útlítandi einsog súmóglímukappi, skoða fólkið, vera búin að öllu og bara NJÓTA....
* Hlakka svo til að pakka inn jólgjöfunum, skrifa á kortin, maulandi smákökur og raulandi yndislega hallærinsleg jólalög....

....í dag hlakka ég eiginlega bara til að vera til....

Tók mjög meðvitaða ákvörðun í morgunsárið, ákvað að setja allt stress í hanskahólfið og ætla ekkert að opna það aftur fyrr en á nýju ári og þá bara rétt aðeins til að gjæast .... - jáháts það er sko ansi margt sem flýgur í gegnum litlu baunina mans þegar að maður keyrir brautina á morgnanna (þú ættir nú að þekkja það Kollzið mitt *heh* - nú loksins skil ég þig)
...ef að leikurinn "spurt og svarað með Önnu Þrúði" er ekki í gangi eða söngstund mikil þá sitjum við oftast nær þöglar mæðgurnar, horfum á hraunið (ég á veginn - AÐ SJÁLFSÖGÐU) og hugsum voðalega mikið...vanalega situr dísin voðalega hugsi aaaaalveg fram að Vogum og þá þarf hún að fá útskýringar á öllum þeim yndislegu, mis heimspekilegu pælingum sem hafa átt sér stað í þögninni í aftursætinu....einsog t.d.
* "Mamma, hvernig getur snákur borðað mús?"
* "Mamma, af hverju er mosi ekki gras ?"
* "Mamma, þegar að ég er orðin stór þá ætla ég að verða sjónvarpskona....má ég taka mitt eigið dót með í sjónvarpið eða fær maður dót gefins?"
* "Mamma, af hverju eru maaaaaargir jólasveinar í ljótum fötum á Íslandi?"
* "Mamma, af hverju vinnur þú ekki á leikskólanum mínum - þá getum við aaaaaalltaf verið saman!"
* "Mamma, af hverju eiga Tómas og Kristján bróður en enga systur?"
* "Mamma, af hverju eru strákar með typpi en ekki stelpur?"
* "Mamma, af hverju getur amma ekki átt heima bara hjá afa Herði og ömmu Kötlu?"
......

Jebbsí, það er kominn föstudagur...helgin að skríða yfir borgina og gleðin með....