25 desember 2003

..komin...liðin...södd..

Úffff hvað maður er búin að vera duglegur að borða yfir sig, tvo daga í röð....úfffffff...vá "gleðileg jól" elsku englar....vona svo innilega að jólin hafi nú verið falleg og góð við ykkur....eg er búin að eiga alveg yndislegar stundir með fjöllunni...og borða meira en allt of mikið!! Fékk alveg ótrúlega mikið af fallegum gjöfum..."takk fyrir mig"....hélt uppá fyrstu jólin með dóttur minni sem að út af fyrir sig var fallegasta jólagjöf sem að ég hef fengið...er núna í hinu árlega jólaboði heima hjá pabba og co, held alltaf uppá jólin með þeim á jóladag, hefð síðan í gamladaga....fékk ótrúlega gott hangikjöt, kartöflur, uppstúf....*slef*....bara gott..
Í gær borðaði maður svo massa mikið yfir sig að maður lofaði að maður skildi nú aldrei sprengja sig aftur svona en vitir menn hvað gerist....maður leikur sama leikinn daginn eftir...hihhiihi.....græðgin alveg að fara með mann....á jólnum kann maður sig ekki, kann ekki að stoppa....maður borðar helst einsog maður haldi að þetta sé í síðasta skipti sem að maður fái að borða í marga mánuði hihihihih....æi það má...
Svo er þorri þjóðarinnar örugglega farinn að plana átakið sem að það ætlar að byrja í 1 janúar 2004...hvað er það...skil ekki....af hverju ætti fólk eitthvað frekar að standa sig af því að nú er nýtt ár hafið "bla"...æi hef aldrei skilið þetta.....vitiði um einhvern sem að hefur staðið við áramótaheit!?!? Ég heiti á ykkur að strengja áramótaheit en strengja það þannig að það byrji ekki á mánudegi og ekki 1 einhvers mánaðar...hihhih...
En jæja ætla að fara og borða smá konfekt svo að ég æli nú örugglega á einhvern....eða horfa á mjög fyndið Idol....
Bara gleðileg jól....borðiði nú yfir ykkur...og verið þakklát fyrir allt gott sem að þið hafið...og fólkið í kringum ykkur...!!!
kossar og jólaknús
Urðsi

Engin ummæli: