Góðan og blessaðann daginn öll sömul....úff erfiður dagur, mikið af erfiðum fréttum og dofnum tilfinningum allt í kringum mann.....það er einsog þegar að jólin liggja yfir landinu og allir eiga að vera með sparíbrosið líða vel þá læðist lítill púki aftan að manni og eyðileggji allt saman....úff....erfiður tími hjá minni konu núna!! Enn einsog lítill engill hvíslaði að mér í morgun "þegar englarnir loka hurð opna þeir glugga..."....maður verður bara að vera bjartsýnn og finna gluggann, finn alveg hvernig vindurinn læðist innum hann (gluggann)...ég bara finn hann ekki....kanski er bara dregið fyrir ??
Annars gengur lífið bara sinn vana gang, heldur áfram....ekkert breytist, fólk heldur áfram að líða framhjá manni einsog draugar eftir allt jólastressið og átið....klukkan tifar....það snjóar í dag og sólin heldur áfram að fara hringi í kringum jörðina....maður verður bara að taka
Pollýönu sjá það góða í öllu........úff...er eitthvað of tóm og dofin til að vera að skrifa, vill ekki vera að draga niður með mér fólk á þessum gleði og hamingjudögum....
Vildi líka bara óska ykkur gleðilegs árs...(á morgun)...takk fyrir öll gömlu og góðu....njótiði tímans, samverunnar, ástarinnar, brosanna, hamingjunnar, táranna og bara alls....njótiði þess að lifa lífinu og vera þið sjálf.....
*jóla og nýjársknús*
Urðsi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli