23 desember 2003

...Þorlákur mætti of snemma...

Góðan daginn litlu dýr og gleðilegan Þorlák...úff...já nú eru sko jólin að renna í hlað....vá eru bara á morgun, auðvitað þurfti að byrja að rigna hérna á suðvesturhorninu....veðurguðirnir að skola burt jólastemninguna...ekki alveg nógu sátt við það...vill ekki svona slabbjól...en maður fær víst ekkert um það ráðið er það!! Það var geðsýki að gera í vinnunni í gær og býst við því að það verði annað eins í dag, ef ekki bara meiri .... var samt ótrúlega dugleg þrátt fyrir ómælda þreytu og jólaþreytu fór ég og var hjá múttunni minni til rúmlega 11 að pakka inn jólagjöfum handa famelíunni....samt ekki búin, maður á svo stóra fjölskyldu ... úff....var rosalega bjartsýn í byrjun nóvember....ætlaði sko aldeilis að skera á pakkakaupin en nei nei, maður er svo hræddur um að særa einhvern og svo ef að maður fær pakka frá viðkomandi og er ekki með pakka handa þeim líka hvað þá.....þá verður maður alltaf einsog fífl....held samt að ég hafi náð að kovera svona næstum alla, það er alltaf einhver 1 sem að verður útundan hjá mér....þetta er algjört syndrome hjá mér að "gleyma" alltaf einum.....ótrúlega leiðinlegt....ég hef alltaf bara bætt honum/henni upp með nýjársgjöf...hver verður það í ár???? Jæja vildi bara svona rétt kíkja hérna innog heilsa uppá ykkur...vona að þið látið ekki jólastressið naga ykkur í eyrun...gangi ykkur bara vel að gera það sem gera þarf...njótiði dagsins og jólanna.....
jólaknús fram og til baka...og allan hringinn...
Urðsi

Engin ummæli: