Jæja nú hef ég frá annarri bók að segja sem að ég lauk reyndar við í byrjun þessarar vikur...það er bókin Skugga-Baldur eftir Sjón.
Þetta er ótrúlega sniðug efni/hugmynd af góðri bók hjá höfundi en mér finnst hún ekki skila sér nógu vel! Bókin sem gerist 1886 (að mig minnir *bros*) skiptist nokkurnveginn upp í 4 kafla, hver kafli gerist yfir svona 2-4 daga tímabil í sögunni. Bókin er ekki alveg að gera sig í byrjun og er svolítið lengi að byrja því að alveg fyrsti kaflinn fer eiginlega bara í lýsingar á "mórauðri tóu" sem að mætti lýsa á 2-3 bls max !! Það er mjög erfitt að lýsa þessari bók, innihaldi hennar...
Hún er er um nokkurnveginn um mann sem að tekur í fóstur "treggáfaða" stúlku sem að verður á vegi hans, hálfvita einsog vangefið/treggáfað fólk var kallað á þessum tíma.
Þetta er semsagt um það þegar að þau hittast, hennar og hans samskipti og uppruna hennar og fortíð. Af 150 blaðsíðna bók notar höfundur minna en helminginn í efni sem að heldur manni við lesturinn, hitt eru allt lýsingar á klæðnaði, aðstæðum og blessaðri tófunni....en lýsingarnar eru fallega og vel skrifaðar (góður plús fyrir það)....æi.....samt alveg ótrúlega fallega og vel skrifuð bók út í gegn
Æi bókin varð pínu langdregin á köflum og missti aðeins markið!
"Skugga-Baldri" eftir sjón tilli ég í 4 hillu (af 7)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli