Góðand daginn litlu dýr og gleðilegan mánudag!! Ég vona að helgin hafi nú verði ljúf og góð hjá ykkur öllum. Við litla fjölskyldan erum búin að vera á fullu að flytja, pakka, þrífa...etc alla helgina. Á laugardaginn fórum við stöllur (ég og Katla) að þrífa Grundarstíginn og vorum alveg rúmlega 4 tíma alveg á fullu - sveittar og sexy *glott*...það var ótrúlega gaman hjá okkur, stuð að bóna þegar að maður kemst í svoleiðis gírinn og er með rétta manneskju sér við hlið....litli engillinn minn var í pössun hjá litlu sys og pabba allann daginn á meðan og skemmti sér konunglega, held það sé verið að lauma að henni alskonar góðgæti þegar að mamma er ekki nálægt....hihih bara fyndið, svolítið svona einsog að lauma litlum bita að hundi sem er undir borði *bros*...
Jæja svo á sunnudaginn vorum við hjónin alveg ótrúlega dugleg (litla aftur í pössun hja Pabba og co) fórum skrilljón ferðir með kassa, sófa rúm og alskyns dót uppí nýju íbúð.....æi það er svo gaman að flytja þegar að stemmarinn er réttur.....
En jæja ég þarf að fara að vinna..langaði bara svona að heilsa uppá ykkur og segja ykkur að ég hafi verið að flytja og hvernig helgin var *bros*
Skrifa aftur sem fyrst og verð þá með fleiri bókadóma..!!
Já ég gleymdi að nefna það, ég var semsagt hérna í vinnunni um daginn bara í makindum mínum að ganga frá dótinu mínu eftir langann dag....þegar að ég er minnt á að það er semsagt maður frá Bjarti að koma og kynna bækurnar þeirra, ég var semsagt búin að steingleyma því og hafði ekki tök á að mæta á kynninguna hans, ég svona í sakleysi mínu spyr hann hvort að hann sé með eintak handa mér (Da Vinci lykillinn) og hann segir svona í djóki, "ekki ef að þú ert manneskjan sem að gafst Sjón svona lélegan dóm" og brosir....ég fór alveg í kerfi og er búin að vera í kleinu síðan....úff bjóst nú aldrei við að hann eða einhver væri að lesa þetta.......hmmmm.......en welly ég er nú bara heiðó og segi bara það sem að mér finnst og ætla að halda áfram að gera það.....er að verða búin með Da Vinci og þá verður hann vonandi glaður *bros*.....
under and in....eða ... over and out....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli