...Las líka bókina hans Þráins Bertelssonar um daginn Einhvers konar ég..skýt niður nokkrum orðum um hana líka *bros*
Þessi bók er skrifuð af Þránni, um hann, hans uppvaxtarár, þroska, fjölskyldu, fjölskylduhagi og líf bara. Þetta er alveg rosalega vel skrifuð bók í alla staði. Hún er mjög falleg og hreinskilin. Hún svona sínir manni nýja hlið á karlmanninum ef svo má að orði komast. Mér fannst gaman að lesa hana, það var eins með hana og dætur Kína...hún nær inná öll tilfinningasviðin hjá manni. Maður tárast, hlær, reiðist og brosir...allt í mjög gott bland. Mér fanst auglýsingaherferðin hjá JPV ekki alveg skila sér þar sem að hún er voða mikið stíluð inná "geðveiki" móður hans en bókin er bara alls ekkert um það eða....jú hún er náttúrulega um það og það spilar stórann part í lífi hans en hún er ekki bara um það...hún er um svo margt annað ....
Mér fannst þetta bara mjög góð lesning, mér fannst þetta ekki svona tippikal ísl. ævisöguminningarbók þar sem höfundurinn er lúmskt að biðja um samúð eða þið vitið...!! !
"Einhvers konar ég" eftir Þráinn Bertelsson set stolt í 6 hillu (af 7)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli