jæja nú hef ég smá tíma aflögu til að segja bókinni Dætur Kína eftir Xinran...langt síðan að ég las hana en hef ekki komist í að segja mína skoðun *bros*...
Átakanleg bók....Það er semsagt Xinran (höfundurinn) sem að segir sögur þessarra kvenna, hún var útvarpskona þegar að hún bjó í Kína og var með þátt um líf, erfiðleika, hamingju, reynslur, kúgun...etc fyrir og um konur. Konur (stundum menn og aðstandendur líka) sendu henni semsagt bréf með þessum reynslusögum sínum og hún svaraði eða talaði um þau í þættinum sínum...hjálpaði eftir bestu getu, sem var mjög takmarkað á þessum tíma í Kína vegna stjórnarinnar sem að var að líð (og er enn)!!
Hún fer síðan að ferðast og taka niður sögur kínverskra kvenna með það í huga að skrifa bók og skilar þessu efni mjög vel frá sér að mér finnst. Þetta er alveg ótrúlega átakanleg bók og sögurnar eru ótrúlegar. Það sem að mér finnst gera bókina betri en margar aðrar svona "reynslusögubækur" er að þetta eru mismunandi sögur, aðstæður, konur....Hver kona/fjölskylda fær sinn kafla en samt fléttast þeir allir saman!! Maður tárast, reiðist, gleðst, brosir allt í bland....Bókin er eiginlega um "kúgun" í allri sinni mynd...
"Dætur Kína" eftir Xinran set ég í 5 hillu (af 7)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli