*hnerr*
Vá hvað það er langt síðan síðast, erum (ég og kúlubúinn) búin að vera rúmliggjandi heima í meira en viku með flensu dauðans *ojjj*......kallinn búinn að vera út á sjó og "mamsa hjúkka" ekki búin að yfirgefa rúmstokkinn síðan ég lagðist í flensu....alltaf að koma með rúkjandi súpu og te *bros*...........þær eru nú algjörir englar þessar mömmur !! Held ég hafi nú launað henni greiðann með því að smita hana þessa elsku, hún liggur nú heima með hor........ætli maður fari ekki til hennar eftir vinnu og malli eitthvað gott í gogginn....
Það hefur alveg ótrúlega lítið gerst þennan tíma sem að ég hef ekki bloggað......ég gæti alveg þrusað hér einhverri rúmleguræðu en ég held að ég sleppi því hihihiih....ekki skemmtileg aflesning það *bros*
Wellí jú, það fæddust 2 prinsar um síðustu helgi......samstarfskonur mínar 2 voru að eiga og láu saman - þvílíkir englar.........ég fór í tékk á laugardaginn síðasta og laumaðist til að fara og kíkja á þá og vááááá´......ekkert smá sæt lítil (samt ekkert svo litlir) fyrirbæri þar á ferð, litlir og krumpaðir *glott*..........Til hamingju með þetta stelpur mínar (Ásta og Halldóra) !!!!
Æi ég ætla að fara að vinna og reyna að gera eitthvað að viti, langaði bara svona rétt að heilsa uppá liðið og láta vita að við erum á lífi!!!
knús
Engin ummæli:
Skrifa ummæli