31 desember 2003

...12 tímar og 47 mínútur...

...jæja börnin góð, nú er bara komin gamlársdagur....eftir örfáar klukkustundir verður komið árið 2004, vá pælið í því....
Úff fékk æðislegt boð í gær, er að fara á frumsýningu "Kaldaljóss" í Háskólabíó á nýársdag...guð hvað ég hlakka til !!! Jæja ég vildi bara svona hoppa inn óska ykkur alls hins besta á árinu sem er að koma og .... vona að kvöldið verði frábært hjá ykkur öllum....ég er sjálf að fara í hið árlega fjölskyludboð sem er haldið hjá ömmu og afa út á Nesi, síðan er stefnan tekin á smá stelputeiti á Bergstaðarstrætinu ef að pössunin gengur eftir , annars er ég nú ekki svo nojuð á að fara að djamma, ef ég fæ pössun þá fer ég en ef ekki ætla ég bara að skríða undir sæng með góða mynd í tækinu og vakna hress og sæt á morgun, gera mig fína og fara í nýársbíó.....þetta ár sem er að koma leggst bara vel í mig, byrjar kanski erfiðlega en svo er bara bjart framundan...ég finn það á mér....gleði gleði .....ég ætla ekki að strengja nein áramótaheit, kanski jú setja mér einhver markmið og stefna staðfast að einhverju....ég ætla t.d. að fara til sálfræðings...það er víst eitthvað sem að ég er búin að láta bíða í of mörg ár....ég er strax farin að kvíða fyrir *bros*....en það er víst bara gott mál......mæli með að allir fari til sála....er samt að spá hvernig svona gengur fyrir sig....legst maður á svona legustól einsog í bíómyndunum ...lokar augunum og fer svo bara að tala um lífið og tilveruna....leiðir sálinn mann áfram í umræðunum....hvernig er þetta?? Ég er svo lánsöm að pabbi er giftur æðislegri konu sem er sáli og ég hef alltaf bara átt mjög auðvelt með að opna mig við hana, en maður á víst að tala við einhvern sem er ekki svona náinn manni....eða fara í einhver samtök einsog Al-anon...þar liggur víst lausnin hjá þorra þjóðarinnar....þar finna margir sína sálarró.....við sjáum bara hvað setur....tek bara á móti nýju ári með stóru brosi á vör....hlakka til að takast á við allar þær þrautir sem það hefur að bjóða....
knús allann hringinn til ykkar...
Urðsi

Engin ummæli: