Jæja litlu dýr...bara kominn föstudagur og læti....úff hvað það verður nú notó að þurfa ekki að vakna til vinnu á morgun....vona að veðrið hagi sér bara vel svo að ég geti verið dugleg í göngutúrunum með litlunni minni og manninum *bros*.......kanski maður skelli sér bara í Koló og skoði fólkið og svona....það er svo mikið af spennó fólki þar *hihihhihi*....mjög mikið af fólki sem að spjallar við sjálfann sig og fólk sem að ENGINN annnar sér .... spúkí og skemmtó :)
Annars er vikan bara búin að ganga einsog smjör...gaman gaman þegar að það er svona mikið að gera og tíminn flýgur (hraaat á gervihnattaöööld...)....alveg ótrúlega mikið af nýjum bókum að koma í búðina sem er algjört æði.....úfff hvað mig hlakkar til þegar að ALLIR jólatitlarnir eru komnir...svo mikið að lesa...ég er algjört bókadýr....hvað er betra á köldu vetrarkvöldi þegar að veðrið slæst við þakið og maður situr í hnipri undir teppi með kertaljós og einhverja góða bók ???? Hvað er betra, segið mér það??!?!? Ég hreinlega elska þegar að veðrið er vonnt og maður þarf ekki að fara út........æi þið skiljið hvað ég meina....
Ég er alveg að komast inní nýja djobbi (mánuður síðan að ég byrjaði).....hætt að vera svona smeik um að gera mistök og fá samþykki fyrir öllu sem að ég geri....orðin svona nokkuð örugg með mig hérna ..... ég er semsagt að sjá um íslensku bókadeildina í Austurstrætinu.......umvafin góðum bókum...gæti maður beðið um það betra....
En jæja ég verð nú að halda áfram að vinna....vildi bara minna ykkur á að ég er enn á lífi og ekki búin að gleyma ykkur....
kossar og knús
Engin ummæli:
Skrifa ummæli