22 desember 2003

..úff...2 dagar til jóla...

Loksins varð jólalegt, himininn varð bleikur og feit og sælleg snjókorn svona lögðust yfir bæinn í nótt....veiiii....vill samt ekki hafa snjóinn of lengi sko, bara svona rétt yfir jólin og svo má fara að hlína aftur!!
Annars var helgin bara ljúf, Hrefna sys átti 15 ára afmæli í gær....TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SYS...var í fjölskylduboði og kræsingum hjá þeim í allan gærdag, ótrúlega fínnt....aðeins að hugsa um eitthvað annað en jólastressið, gleyma sér bara í kökuáti og fjölskyldusmalltalks....fínnt svona við og við....
Pælið í því, maður stendur á haus í mánuð af stressi, hvað á maður að gefa þessum, hverjum á maður að senda jólakort, á maður að baka, á að elda eitthvað nýtt um jólin, hvar á maður að vera og hvenær....svo líður aðfangadagur og brjálæðin er búin .. horfin...mætti halda að hún hafi bara aldrei átt sér stað....fólk verður eðlilegt á ný....undarlegt fyrirbæri....hátíðargeðklofastress.....

Engin ummæli: