Úffa úffa......ég var næstum búin að keyra yfir 2 manneskjur í morgun....hjartað er enn á hundraði.....það er svo dimmt....eitt var svona skokkari sem að ákvað að skokka bara í veg fyrir bílinn og ég er viss um að ég hafi bömpað rassinn á honum og hitt var ung kona með barnavagn....hvorugt þeirra (og vagninn) voru með endurskinsmerki...ég hef alltaf staðið íþeirri trú að endurskinsmerki "ERU" hallærinsleg en ekki í dag...í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að endurskinsmerki eru cool....allaveganna svona rétt á meðan að ég var nær búin að drepa, konu, barn og mann....
En jæja vildi bara svona deila þessu með ykkur og miðla því til fólksins þarna úti í felubúningunum að passa sig pínu....við á bílunum eigum náttúrulega líka að passa okkur massa ennn......
svarið við gátunni í síðustu súru færstlu....
Hann hennti honum.......ekta aumingjahúmor sem að ég ELSKA...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli