Æi maður er alltaf svo lengi að trekkja sig upp og komast af stað á mánudögum.....Ég fór inná ógó sniðuga síðu þar sem að maður getur séð hvað maður héti ef að maður væri "hobbiti"......ég héti sko Berylla Toadfoot of Frogmorton *glott*......ekkert smá nafn mar.....ef að þið viljið eyða tímanum ykkar í svona rugl líka þá farið þið bara inná ÞESSA síðu.
Helgin mín var bara róleg og fín, eða bara svona "lala"........svona tipical molvörpuhelgi, skrapp reyndar aðeins í ammæli hjá henni Kollster minni sem var haldið á "Ölstofunni" á föstudaginn, hitti marga gamla og góða kunningja og vini sem að ég hef ekki séð í LANGAN tíma......bara gaman.....og líka gaman að sjá fólk missa andlitið sem að vissi ekki af kúlubúanum.....það varð svona einsog fífl *bros*......en bara gaman að hitta alla og svona kets up on þe óld tæms. Það hafa einhvernveginn allir breyst svo mikið enn á sama tíma er það sama gamla góða liðið, skiljiði. Kollster var náttúrulega í SSSSSinu sínu, farin að drekka svolítið hratt, bara glöð, sæt og pínu tipsy.....hún er nefnilega svona veislutýpa....elskar að halda veislur og vera svona gestgjafi.......svolítið svona einsog Monica í Friends *glott*. Wellí ég var bara farin heim frekar snemma, þreytta bumbukonan og SVANGA hihihih....svo fór laugardagurinn minn bara í rugl eiginlega, var bara hálf slöpp og tussuleg eitthvað, svaf bara eiginlega allann daginn......sofa, vakna-pissa, sofa, vakna-borða, sofa, vakna-pissa.............etc......vaknaði svo mega rugluð í hausnum um 5 leytið á laugardagsnóttina, vissi ekkert hvað snéri upp né niður, hvaða dagur var eða hvað var í gangi.....bara óþæginleg tilfinning. Sunnudagurinn fór svo bara í það að vinna til 20 um kvöldið og svo fórum við Kúlubúinn í geðveikann mat heim til pabba og co......*slurk*.....ummmm.....nú er ég orðin svöng aftur - bara á því að minnast á matinn.....fengum ógó gott lambakjöt, bakaðar kartöflur, salat, ógó góða brúna sósu, gular baunir.............etc.......og í eftirrétt var svo heimatilbúinn ís með bestu íssósu í heimi.....Marsíssósa a la Katla......*slef*. Síðan var stefnan tekin heim á Njáluslóðir þar sem að ég lagðist útaf fyrir framan imbann, skellti "The Bonecollector" í tækið - dáðist af fegurð og fullkomnun Angelinu Jolie og Denzel W.......með múttu (sem ég hafði sótti eftir matinn á leið minni heim)......og datt svo bara útaf.....og svaf á honum væra mínum til klukkan 8 í morgun....*geisp*.........
Hmmm....held að þetta sé nú helgin mín í hnotskurn......ekki merkileg en góð samt sem áður *bros*
Wellí ætla að halda áfram að vinna.....vona að dagurinn hjá ykkur verði nú góður, svona í takt við sólina sem er að teygja sig yfir húsþökin.....

Jæja Kreisígörl hér kemur ein langþráð hjá þér hihihh.....djö myndast maður vel.....ég held að ég ætti nú að fara út í módelbransann *bros*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli