23 september 2003

ný vika...

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan þriðjudag....já kuldaboli er heldur betur farinn að segja til sín, bíta fólk í nebbana og kinnarnar....*brrr*
Já lífið gengur bara sinn vanagang hjá mér og mínum, gengur bara alveg ótrúlega vel í vinnunni....það er langt síðan að ég hef verið í vinnu þar sem að mig hreinlega hlakkar til á morgnanna að mæta...úfff hvað það er góð tilfinning...það er svo leiðinlegt þegar að mann kvíður fyrir eða finnst maður vera hálf þvingaður til að fara, æi skiljiði hvað ég meina??? Finnst erfiðast að vera burtu frá litlunni minni í heila 8 tíma á dag, en það gengur samt vel því að hún er í góðum höndum (hjá mömsu góðu)......já það er nú gott að eiga góða að og gott líka ef að maður gerir sér grein fyrir því hvað maður er ríkur....
Úfff vitiði hvað ég lenti í um daginn, þvílik endeimis vitleysa hihihi...ég var stöðvuð af lögreglunni fyrir að gefa ekki stefnuljós....."hvað er það".....hefur löggan ekkert betra að gera og annað fólk með meira á samviskunni að "bösta"....ef að ég fæ einhverja sekt þá held ég að ég muni fríka út hihih....ég meina "halló"....ég keyri framhjá blessuðu löggustöðinni á hverjum degi og hver einasti löggubíll sem að beygir inná svæðið þar gefur ALDREI stefnuljós, ég ætla að fara og sekta þessar elskur með heimatilbúnum sektum hihihi.....já, já og mæla hraðann hjá þeim með hárblásaranum mínum.....
úfff....komið út í vitleysu....ætla að fara að vinna ........ mikið sem að bíður mín....vildi bara heilsa uppá ykkur.....
*klípíkinnar*

Engin ummæli: