20 október 2003

....Ad lata lifid raetast....

Hlú hlú litlu dýr....jæja komin mánudagur, ný vika hafin....dagurinn byrjaði á æðislegum fundi með útgáfustjóra JPV um allar nýju jólabækurnar sem eru að koma, líst ekkert smá vel á þetta allt saman, fullt af góðu stuffi að koma........Ég hlakka rosalega til aðfangadagsnætur þegar að maður leggst uppí rúm í nýjum náttfötum með nýja "jólabók".......*namm*....Reyndar er að koma svolítið mikið af svona sjálfshjálparbókum sem að ég er komin með svona nett ógó af en ég meina, þetta hjálpar sumum svo að það er bara gott mál!!!

Wellí ég var að lesa bókina "Að láta lífið rætast" eftir hana Hlín Agnars....hmmm...hvað finnst mér um hana???
........................................................
.................................................................
Jú þetta er vel skrifuð bók, fallega upp sett og flott. Innihaldið finnst mér ekki alveg vera að gera sig. Þetta er semsagt saga hennar og fyrrverandi mansins hennar, sem að hún var með í ein 16 ár. Hann var semsagt alkahólisti á MJÖG HÁU stigi (ef að svo má að orði komast)....hann barðist við þennan sjúkdóm, vann og tapaði sitt á hvað...hún var hin týpíski "aðstandandi"....sigraði og tapaði alveg einsog hann.
Hann er semsagt dáinn (kemur fram í auglýsingum, ég er ekki að eyðileggja neitt hihihhihi) og mér finnst þessi bók ekki passa, finnst Hlín svolítið vera að upphefja sjálfa sig....hún er hetjann og hann er aum*******.....æi get ekki lýst því.....Finnst svolítið verið að segja að "þú sleppur úr klóm Bakkusar" þegar að drykkjusjúklingurinn er dáinn!!!
Well það getur meira enn vel verið að bókin hjálpi einhverjum (í svipuðum aðstæðum) en hún á því miður ekki fastann sess í mínum bókaskáp...

"Að láta lífið rætast" eftir Hlín Agnars tilli ég í 3 hillu (af 7 mögulegum)


Jæja ég er að klára að vinna litlu lömb....fara að hitta litlu fjölskylduna mína..........ohhh *knús*.....
Bið bara að heilsa ykkur í bili.....
*knúzzzz*

Engin ummæli: