20 september 2007

..stundum og alltaf....

* Stundum verður maður bara að "lúffa"- gera eitthvað sem að maður er ekki alveg 113% sáttur við fyrir aðra...
* Stundum gerir maður hluti sem að brjóta pínu í bága við sínar eigin sannfæringu en maður veit að "hjálpar" öðrum...
* Stundum verður maður að vera "meiri manneskja" og taka fyrsta skrefið...
* Stundum þarf maður að biðja til að fá...
* Stundum þarf maður að loka augunum til að sjá..
* Stundum þarf maður að verða leiður til að verða glaður
* Stundum segir maður fyrirgefðu þó svo að það sé "hinn" aðilinn sem að ætti í raun og veru að biðjast afsökunar...
* Stundum er manni úthlutað það hlutverk að finna hver hinn "gullni meðalvegur" er...
* Stundum þarf ósætti til að ná sáttum....
* Stundum er maður hvorki að blogga um sig né fyrir sig ...

...Alltaf þarf maður að sá til að uppskera...
...Alltaf líður manni betur á eftir...

Engin ummæli: