03 september 2007

..kom - var - leið..


Jæja, þá er kominn enn einn yndislegur mánudagur, með ágætis haustrigningu, smá mánudagsþyngsli í fólkinu og bara lífið einsog það á að sér að vera á mánudögum... Helgin var vægt til orða tekið - yndisleg í alla staði og ég hefði alveg viljað hafa hana svona einum degi lengri í þetta skiptið eeeeeen á sama tíma ekki því ég er svo ótrúlega sátt við hana nákvæmlega einsog hún var. Það var 3 sem að hræddi mig eða stressaði mig fyrir þessa helgi .. það kom að því og ég held að ég hafi bara staðist ágætlega - þó maður hugsi alltaf eftirá, "ahh, ég hefði nú átt að segja...eða ahh, ég hefði átt að gera....." - svo auðvelt að vera vitur eftirá, er það ekki *heh* ?

Í stykkorðum var helgin mín svona; ís - rigning - kúr - flakkari - strumpur - regnbogahamstur - þvottastöð - roðn - grill - bakarí - flugeldar - vöffluvagninn - mannmergð - málverk - fornbílar - molar - feimni - skoðanaskipti - blóðnasir - unglingar - rómantík - húfa - vinaminni - gráðostasósa - montin - göngutúrar - brenna - ís - hringstigi - kaffikaffikaffi - ljósmyndir - reykshow - kæró - viti - nakin hafmeyja - ánægja - Shalimar - hittingur - fyrrverandi - köflóttar náttbuxur - stjörnuspár - Olivier ....

Jæja - þarf að jobba....ég vona að dagurinn verði jafn fallegur við ykkur og veðrið er blautt......og að helgin hafi verið góð!!

...lagið sem ómar í litlu bauninni minni þessa stundina er með snillingnum Frank Sinatra :)

Engin ummæli: