
Jæja Ísland sigraði Norður-Írland 2-1, einsog hefur kanski ekki farið framhjá neinum....Til hamingju með það!!
Alltaf finnst mér jafn magnað að þegar að "við" vinnum leik þá verða liðsmennirnir sjálfkrafa "strákarnir okkar" og leikurinn óaðfinnanlegur hjá þeim - þvílík liðsheild, þvílíkur kraftur..etc...en við erum jafn fljót ef ekki fljótari að "dömpa" þeim ef að við töpum og þá eru þeir til skammar og sem minnst talað um málið....skiliggi...annaðhvort eru þeir "strákarnir okkar" eða ekki...eins með fólkið sem að heldur að Íslenska landsliðið sé Eiður Smári - hvað er það?
....ég man "í gamla daga" þegar að fólkið sem voru mestu og bestu stuðningsmenn (heimaáhorfendur) Bulls hætti að halda með þeim þegar að Jordan hætti, af því hann hætti....
Ég er haldin þeim ranghugmyndum að maður haldi með öllu liðinu en ekki bara einum leikmanni og að liðið sé skipað fleirum en þessum eina....er ég eitthvað að misskilja þetta?
Miklar vangaveltur í gangi hérna í litlu bauninni minni eftir heitar fótboltaeldhúsumræður sem áttu sér stað hérna á kvennavinnustaðnum í morgunsárið...
Ýmiss komment voru svoo yndisleg, Urður litla beit í tunguna oftar en einu sinni og hló dátt inní sér....einsog t.d.
".....ohhh - það var svo æðislegt hvernig hann varði markið...hann er svo æðislegur og flottur"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli