17 september 2007

...bið...


...það er erfiðara að bíða eftir sumu en öðru...
...þolinmæði þrautir vinnur allar...
...það er samt í lagi að bíða ef að maður er spenntur...
...held að smá bið sé líka bara holl...
...góðir hlutir gerast víst hægt....
...og þetta er allt spurning um rétta tímann...

..mér líður einsog ég standi fyrir framan hús vinar míns sem ég hef ekki heimsótt og séð lengi, búin að dingla en það tekur óralangan tíma að opna fyrir mér...
...mér líður einsog ég eigi afmæli á morgunn, ég veit hvar pakkinn minn er falinn, en ég má ekki opna hann strax....
...mér líður einsog ég sé að fara til útlanda - sitji í vélinni og er að deyja úr spenningin eftir að hún fari í loftið því ég er þá "oficially" lögð af stað í fríið...

...ég er að bíða eftir þeim tímapunkti þar sem ég veit að "nú er rétti tíminn"....ringlandi - en skemmtilegt...svo mikið til af óskrifuðum reglum sem maður þarf að fara eftir í þessu lífi..
..hver ætli hafi samið þær?

Engin ummæli: