
*geisp* - dagurinn líður svo ógurlega hratt eitthvað ... svona dagur þar sem að maður veit ekki alveg á hverju maður á að byrja eða hvernig en af nógu er að taka - það vantar ekki...Einhvernveginn svona týpískur mánudagur - æi þeir eru alltaf svo ljúfir þó þeir séu oftast aðeins hraðari en hinir dagar vikunnar hjá mér...
Held líka að ég sé ennþá að jafna mig eftir "flugferðina" í morgun - við mæðgur erum búnar að ferðast oft og mikið milli Reykjavíkur og Keflavíkur (Reykjanesbæjar) undanfarnar vikur - sem er ekki frásögu færandi, nema hvað í morgun þá var ég alveg viss um að "hamsturinn" myndi bara takast á loft í öllu þessu roki ..djísus....bíllinn dansaði einsog blaðra á veginum...annaðhvort þarf ég að fá mér stærri og þyngri bíl , fækka ferðunum þarna á milli, færa Kef. nær Reyk. .....eða ég þarf fitna um nokkur hundruð kíló til að þyngja aðeins í bílnum *heh* - svona til að finnast ég aðeins öruggagri ...því ég var vægast sagt "skíííthrædd" í morgun...Ég er svo guðslifandi fegin að það er ekki byrjað að frysta eða slydda og slabb komið á vegina...og mér sýndist á ökulagi annarra að ég var ekki sú eina sem að ekki leist á blikuna þarna um stundarkorn.....
Síðan er líka annað option - ég get líka bara fest kaup í góðri skóflu eða ískúluskeið og byrjað að grafa fyrir "lestinni" sem að ég vill að komi og byrji að ganga þarna á milli....gæti tekið smá tíma, en ég meina með smá þolinmæði og þrauts...hefst það *heh*
Núna er sólin farin að skína og dagurinn og kvöldið lítur allt öðruvísi við en hann gerði í morgunn
- helgin var mjúk og góð hjá okkur mæðgum.
Ég var ótrúlega dugleg (að mínu mati), fór yfir alveg þrennar svona sambandshraðahindranir *heh* og held ég hafi alveg sloppið frekar heillega frá því - ekki komið út sem of mikið himpigimpi, eða vona ekki !
- síðan eru miiiiklar og skemmtilegar vangaveltur í gangi í litla kotinu þessa dagana og flest öll spil hafa verið lögð á (hring)borðið, ef svo má að orði komast....
Maður heldur nú samt eftir einu trompi, er það ekki - verður að hafa einn slag öruggann?!?!?
...annars bara "gleðilega nýja viku"...vona að helgin hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur öllum og að öll dýrin í skóginum séu ennþá vinir ....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli