21 september 2007

...1989 - 2007...


..var að fá þetta í tölvupósti og fannst þetta svo skondið að ég varð að henda því hingað inn - finnst ég eldri núna heldur en þegar að ég vaknaði í morgun *heh*..

Á þessu herrans ári 2007 eru löglega taldir sem fullorðnir þeir einstaklingar á Íslandi allir þeir sem fæddust árið 1989.




* Þegar þau fæddust kunnir þú að skrifa, lesa, leggja saman, draga frá og
hluta af margföldunartöflunni.
* Þau muna sama og ekkert eftir Reagan-tímabilinu og fréttu aldrei að því
þegar reynt var að drepa hann.
* Þau muna heldur ekki eftir leiðtogafundinum sem haldinn var í Höfða og
vita fátt um Gorbatsjoff.
* Þau voru ekki kynþroska þegar Persaflóastríðið hófst.
* Fyrir þeim hefur sami páfinn verið í Vatikaninu síðan þau fæddust.
* Þau sungu aldrei 'We are the world, we are the children'.
* Þau voru 5 ára þegar Sovétríkin féllu.
* Þau muna fátt eftir kalda stríðinu og síður eftir Austur- og
Vestur-Þýskalandi, þó svo að þau hafi heyrt afþeim í sögutímum.
* Þau eru of ung til þess að muna eftir því þegar Challenger-geimflaugin
sprakk og munu sennilega aldrei vita hvað Pepsi-áskorunin var.
* Fyrir þeim hefur AIDS verið til alla ævi.
* Þau léku sér aldrei með ATARI-tölvuleiki, geisladiskurinn kom á
markaðinn 2 árum áður en þau fæddust, þau hafa aldrei átt plötuspilara og
hafa sennilega aldrei leikið sér með Pac-man.
* Þegar talað er um BETA-vídeóspólur hafa þau ekki hugmynd.
* Star Wars og Súperman finnast þeim frekar slappar myndir og
tæknibrellurnar ömurlegar.
* Mörg þeirra hafa ekki hugmynd um að einu sinni var ekkert til nema
Ríkissjónvarpið sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí.
* Þau muna heldur ekki eftir því þegar Rás 2 var eina rásin í útvarpinu
fyrir utan Rás 1, og sú eina sem spilaði annað en klassíska tónlist.
* Þau hafa áreiðanlega aldrei hlustað á útvarpssögur eða Lög unga
fólksins eða Óskalög sjúklinga og sjómanna og Bessi Bjarnason hefur
aldrei verið ungur.
* Fá hafa séð svart-hvítt sjónvarp og þeim finnst fáránlegt að þurfa að
hækka og lækka og skipta um stöð án þess að hafa fjarstýringu
* Þau fæddust ári eftir að Sony hóf sölu á vasadiskóum og fyrir þeim hafa
hjólaskautar alltaf verið línuskautar.
* Þeim hefur alltaf þótt farsímar og PC tölvur vera óskaplega eðlilegir
hlutir, ekkert nýtt.
* Þau hafa ólíklega séð Húsið á sléttunni, Þórð húsvörð í Stundinni okkar
og Einu sinni var.
* Þau hugsa aldrei um 'Jaws' þegar þau fara í sjóinn, Michael Jackson
hefur alltaf verið hvítur...og hvernig er mögulegt að John Travolta hafi
einhverntíman dansað, svona feitur maður! Olivia Newton-John?
HVER??!!- Þeim finnst lítið fyndið að vitna í Með allt á hreinu, Nýtt líf
og Stellu í orlofi.
* Þau muna ekki hverjir Þorgeir Ástvaldsson, Geiri Sæm og Herbert
Guðmundsson eru.
* Nafnið Hemmi Gunn segir heldur ekki margt.
* Madonna hefur alltaf verið fræg og nöfn eins og Duran Duran, Wham,
Culture Club, Thompson Twins, Tears for Fears, Rickshaw, Limahl,
Terence Trent D´Arby, Talking heads og Modern Talking hljóma ekki
kunnuglega.
* Þau muna ekki eftir BMX-hjóla tímabilinu og break-dance tímabilinu.
* Þau hafa ekki hugmynd um hvað Millet-úlpur og Don Cano voru merkileg
fyrirbæri.
* Þau vita sennilega ekki að strætó var einusinni grænn og að tíkalla og
fimmtíukallar voru seðlar.
* Þau hafa aldrei keypt fimmaurakúlur og muna ekkert eftir því að hafa
notað aura.
* Þau vita ekki hvað Karnabær var og hafa aldrei séð Tommaborgara sem
merkilegt fyrirbæri.
* Þau hafa alltaf getað pantað mat heim og alltaf verið vön tilveru
kreditkorta.

Munið kæru vinir að þetta fólk er unga fólkið í dag.

Merki þess að þú ert farin/n að eldast:

1. Þegar þú lest þennan texta og brosir.; )
2. Þegar þú stundar íþróttir og lætur alla vita með miklu stolti.
3. Þegar þú geymir bækur, vatnsglas og vaselín á náttborðinu.
4. Þegar fyllerí og kelerí eru ekki lengur umræðuefni.
5. Þegar börn tala við þig eins og þú talaðir við "fullorðna fólkið"
fyrir stuttu.
6. Þegar "fullorðna fólkið" talar við þig eins og jafnaldra.
7. Þegar þú þarft meira en hálfan dag til þess að jafna þig eftir
vökunótt.
8. Þegar vinir þínir eru allir giftir.
9. Þegar litla frændfólkið þitt er farið að sníkja sígarettur eða áfengi.
10.Þegar litla frændfólkið þitt veit meira um tölvur en þú.
11.Þegar þú getur farið á ströndina og eytt heilum degi án þess að fara
í sjóinn.
12.Þegar þú stundar líkamsrækt í fötum sem fela líkamann í stað þess að
sýna hann.
13.Þegar þú vilt frekar hitta vini þína í stað þess að kjafta klukkutímum
saman í símann.
14.Þegar þú veist hvað þú vilt.
15.Þegar þér líst betur á afslöppunarkvöld en partýkvöld.
16.Þegar þú horfir á fréttir og Kastljós og hefur virkilega áhuga.
17.Þegar þú lest Moggann í heilu lagi og hefur skoðun á næstum öllu.
18.Þegar þú ert aldrei spurð/ur um skilríki.
19.Þegar þú og vinir þínir eruð farin að finna grá hár.

Engin ummæli: