07 september 2007

...balletbros....


...bara rétta að henda í ykkur nokkrum línum ... hafði svo margt sniðugt að skrifa um í byrjun dags en gafst aldrei tími til, núna er bara vinnudagurinn fyrir framan tölvuna að verða búinn svo að mér gefst ekki tækifæri á að henda í ykkur þessum yndislegu fróðleiksmolum mínum *glott*

...Mánudaginn 10 september hefst geðveikin í mínu lífi á ný, dóttirin, skólinn, aukavaktir, vaktsíminn .. etc....þannig að þá reynir á skipulagshæfileika mína *heh* Ætti kanski að setjast niður með Kollunni minni og fá hana til að henda upp einsog einu Excelskjali/formúlu fyrir mig - "hvernig er best að tækla tímann"..
Átti annars yndislegt kvöld í gær með Kollunni og Pálínusi (...held ég sé búin að sætta mig við að hann muni ekki heita Urðólfur...)...láum bara einsog lufsur í sófanum, spjölluðum um heima og geima - fylltum inní eyðurnar og gæddum okkur á dýrindis ííííís....jaháts ef að Kollzið þekkir ekki sína konu þá veit ég ekki hvað...fátt ef ekkert sem getur glatt mig meir en ís og góð bók *heh* - og hvað kom dýrið með - nú ís, heita karamellusósu og 3 bækur *jeij*
Takk takk takk fyrir kvöldið engill !!!

Nú er stefnan tekin í "balletbúð" með erfingjanum þar sem að balletnámið hefst á morgun og mikil gleði og eftirvænting í kotinu. Hún sagði við mig í morgun
"mamma, þegar að ég verð stór - eða aaaaðeins stærri, þá ætla ég að vera svoo góð í ballet að ég kem í sjónvarpinu!!" - og hún meinti það af öllu hjarta *heh*
Jahá, það vantar ekki stefnuna og metnaðinn - alltaf gott að vita hvað mann langar og hafa eitthvað að stefna að (þó 4 ára sé...)
...og að sjálfsögðu mun ég styðja þetta af öllu hjarta...þó svo að ég sé í hálfgerðu andlegu ójafnvægi eftir að ég komst að því hvað þetta "hobbý" kostar mig - held hún hefði ekki getað valið sér dýrara hobbý *heh*....en þessir aurar er eitthvað sem að maður sér ekki eftir, ekki í eina mínútu ....
Svo hefur maður nú líka lúmskan grun um að "ömmunni" hafi hlýnað heldur betur um hjartarætur - og ef ég sá ekki bara glitta í gleðitár þegar að nafnan tilkynnti að hún ætlaði að verða ballerína....jújú amman var í ballet í möööööörg ár og víst með þeim efnilegri svo að monntið og stoltið skín af henni....sem að gleður mitt litla hjarta ógurlega mikið...
Það er fátt sem lætur manni líða betur en þegar að einhver annar en maður sjálfur (foreldrið) er stoltur og ánægður með barnið mans og segir manni það eða sýnir....unaðsleg tilfinning!

Nú jæja - ég er stungin af....helgin vel plönuð og ég hlakka til...við litla fjölskyldan verðum stóra fjölskyldan smá þessa helgina svo að það er bara action og skemmtilegheit framundan .....
Hafið það sem allra allra best barasta - og ekki gleyma því að "öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir"

...ooog jaháts....svo vil ég líka nota tækifærið og óska einum "ektamanni" í mínu lífi til hamingju með litla prinsinn sem fæddist í gær....Til hamingju með molann Hjalti og Sandra ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku fallega Urðurin mín.
Takk fyrir ómetanlega stund í gær, verðum að vera duglegri í sófaspjallinu í nánustu framtíð. Kem til þín aftur þegar Páliníus Urðólfur er farin að sparka örlítið fastar :)
takk aftur engill og smelltu einum kossi á fallegu litlu stelpuna mína líka :)
luv ya endalaust
Ykkar Kolla
p.s. góða skemmtun með stóru fjölskyldunni ;)