
...að ég væri með "auka" handlegg til að gefa þegar að fólk biður um "hjálparhönd"..
...að ég læsi hugsanir...
...að ég gæti gert miklu meira en ég get og geri...
...að ég hætti að treysta á fólk sem ég veit að er ekki treystandi...
...að ég kynni að biðja um hjálp...
...að ég tryði jafn mikið á sjálfa mig og aðrir virðast gera...
...að ég myndi ekki alltaf hugsa jafn mikið og ég geri...
...að ég gæti stundum bara bitið í tunguna og ekki sagt allt sem ég er að hugsa...
...en dagurinn er fallegur og góður ..kvöldið verður fegurra og betra :)
2 ummæli:
litli kaldhæðni túrkísgræni hamsturinn minn!!!
-aukahendin myndi þvælast fyrir þér þegar þú ferð að sofa (2 er nógu flókið)
-hugsanalestur!!! en þá kæmi ekkert á óvart... og það er nú oftast nær skemmtilegi parturinn!
-herre gud! hvað ætlar þú eiginlega að gera mikið? þú ert nú þegar mamma, framakona, skólastelpa, vinkona, dóttir, kærasta, hugsuður, bókaormur...á ég að halda áfram með listann?!!!
-betra að treysta fólki og trúa því góða en vantreysta og missa af því góða!
-H J Á L P... 5 stöfum raðað saman í eitt orð... er hér með veitt ef þú vilt þiggja hana!
-sjáðu hversu langan veg þú hefur farið...
-ó nei, það væri alveg bannað að hugsa minna. það gerir þig að þessum stórskemmtilega karakter sem þú ert.
-jú jú jú!!! uppfræða almenningin er aðeins á færi hugsuðanna.
sendi hamstraða knúsa á þig!
smús og smack
..æææi
- þarna bjargaðirðu deginum mínum sætust..takkedítakk *dæs*
Skrifa ummæli