25 september 2007

..morgunbílferðarsamtal....


"..hvenær komum við?"
"..erum við að verða komnar?"
"..er langt eftir?"
"..hvenær sjáum við leikskólann..?"
"..erum við ekki að fara að kooooooooma?"


"..heyrðu mamma - ætlar þú að giftast þegar að þú ert orðin stór?"
"..hmm, ég veit það ekki ástin mín - ekkert endilega"
"..mamma, ætlarðu þá að giftast kærastanum þínum?"
"..hmm....en mig langar ekkert að giftast endilega - það þarf ekki alltaf"
"..HA, JÚ - kærastar eiga að giftast kærustum einsog prinsar eiga að giftast prinsessum!!!"
"..óóó - er það ?"
"..játs, það er ALLTAF svoleiðis mamma!"
"..en mamma, ég er með hugmynd"
"..núnú, og hvernig er hún ástin mín?"
"..þú giftist bara mér og kærastinn þinn má eiga heima hjá okkur eða koma bara í heimsókn ef að hann vill!"
"..og við verðum báðar alltaf í svona stórum hvítum giftingarkjólum og hann með hatt"

...drottningin giftist prinsessunni og prinsinn er sambýlingur/gestur eða meira svona einsog meðleigjandi...*heh*

...problem solved!
...gæti lausnin verið einfaldari og yndislegri?

Ég ákvað að fara ekkert meir út í þá sálma eða flækja málið neitt með að prinsessur mættu giftast prinsessum /kærustur mættu giftast kærustum bara ekki mæðgur...það gengi ekki alveg upp, mæðgur og feðgin mega ss ekki giftast *heh* ...
Hún er nú nýbúin að skilja það að Kolla frænka er að fara að giftast Liljunni sinni - hún skilur að þær eru kærustupar og sér ekkert athugavert við það að tvær konur (eða kallar ef að því skiptir) eru par en það varð aðeins flóknara þegar að ég fór að segja henni að þær væru að fara að giftast...en ég held að ég hafi náð að landa þessu ansi vel...í hennar huga er dæmið svona;
Tvær prinsessur giftast (Kolla og Lilja ss)....og verða að drottningum...og svo fæðist litlinn þeirra og þá er kominn prinsinn fyrir Kollu því Alex er prinsinn hennar Lilju og Elisabet er prinsessan þeirra allra...þá fá allir jafnt...játs þetta er fallegt ævintýri í augum ungs barns...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hah litla krúttan :)

Nafnlaus sagði...

þið eruð náttúrulega með fallegri mæðgum heims þið tvær.
Kolla elskar ykkur út yfir endimörk alheimsins og sendir knús frá Vínarborg.