
...Jæja dagurinn í dag er svona pínulítið þreyttur og ringlaður hjá mér...
Mikið í gangi í litlu bauninni þessa dagana - spurning um að skipuleggja sig, forgangsraða og láta hlutina ganga upp á næstunni....
Það tekur pínu á þegar að maður sér ekki alveg endana ná saman eða veit ekki alveg hvernig maður á að láta þá ná saman..þá kemur víst að forgangsröðunninni hjá manni - hef alltaf verið frekar hörð á því hvað er í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá mér og hef alltaf verið sátt...stundum langar mann samt að hífa aðra hluti upp í eitthvað af fyrstu þremur sætunum en það virðist aldrei vera hægt og það eru einhvernvegin alltaf sömu hlutirnir sem að fá að "dala" og/eða mæta afgangi....hmmmm, veit ekki alveg hvernig ég á að tækla þetta....langar helst að skríða ofaní holu, inní helli og fela mig þar í svona viku....*heh*....en samt ekki - ekki alveg minn stíll! .... Lífið hefur og er að breytast smám saman hjá okkur mæðgum þessar vikurnar - og bara til hins betra - en maður þarf víst að aðlagast þeim breytingum - held það taki bara smá tíma fyrir mig/okkur að fatta þetta allt saman og læra inná ...við mæðgur sitjum nú hlið við hlið pínu litlar í okkur og brothættar, svona einsog ponsu litlir kettlingar í postulínsbollum (er hægt að vera brothættari en það *heh*?) ...en fylgjumst með af fovitni og reynum að læra, tökum eitt skref í einu - saman....þetta er allt svo nýtt, spennandi og gaman ..
1 ummæli:
Gangi þér vel með allt sem er á seyði í lífinu þínu. Ég hugsa fallega til þín. Knús.
Skrifa ummæli