14 september 2007

...kurrrr....


...Það kurrarr pínu í mér núna...

...Sátum á spjallinu nokkrar "kynsystur" - talandi um og að dást að fegurð,atferli, samskiptahæfileika og þroska barna okkar....sem er ekki frásögu færandi...
Einhverra hluta vegna berst talið að feðrum - einstæðum, sjálfstæðum, helgar, slæmum, siðblindum og allskyns feðrum/pöbbum...
...Þær sáu sér ekki fært að tala um þá góðu sem að fyrirfinnast þarna úti og eru aaansi margir - þá sem að standa sig - gagnvart sjálfum sér, fólkinu í kringum sig og börnunum sínum....neiiiii - það var bara hægt að tala um "vondu mennina" og að sjálfsögðu vorum við konur settar í "heilaga" hlutverkið og EKKERT er okkur að kenna *kurrrr*...
Þær töluðu mikið um forræðismál og henntu fram þessum týpísku dæmum - um feður sem ekki standa sig með greiðslur, feður sem ekki sinna börnunum, feður sem gleyma "gamla" barninu þegar að ný fjölskylda er komin í spilið, feður í ruglinu, feður sem ekki hafa barnið í forgang, feður sem, feður sem feður sem......
Ég kom með þá ábendingu að ég vissi nú mörg dæmi þess þar sem þetta væri akkúrat öfugt og ekkert væri sagt eða gert, því þar á jú móðirin/konan í hlut...og ég hætti mér líka inná þá braut um að tala um "réttinn" sem feðurnir virðast EKKI hafa eða er ekki virtur etc.....ég var skotin í kaf á mettíma....blóðheitar baráttukonur á "besta aldri" þar á ferð *heh*
Ég er bara með andlegt ofnæmi fyrir þessum "alhæfingum/staðhæfingum" og mig vantaði einhvern í mitt lið þarna áðan *kurr*...
Það getur enginn selt mér þá hugmynd að það sé ekki til jafn mikið af góðum feðrum einsog góðum mæðrum þarna úti- enginn....
Ég hef samt lúmskan grun um að ansi margir af þessum "góðu pöbbum" fái bara ekki næg tækifæri til að vera þeir feður sem þá virkilega langar að vera og geta verið !!
Ég trúi á jafnréttið, í allri sinni dýrð - fer í mínar göngur og krefst míns, við konur erum duglegar að því og höfum verið síðustu árin - sem er bara æðislegt - að horfa á þróunina er merkilegt alveg..(.. má samt alltaf gera betur)...en á meðan t.d. ég krefst hærri launa og betri kjara fyrir allar konur - til að vera á sama "launaleveli" og karlmaðurinn við hliðiná mér í sömu stöðu ...þá finnst mér ekki rétt að við konurnar sem berjumst einsog óðar fyrir jafnrétti - segjum að allir eigi að vera og séu jafnir undir sólinni - beitum karlmenn því "misrétti" sem við gerum í t.d. mörgum forræðismálum, alveg með ólíkindum hvað föðurrétturinn er oft vanvirtur...*kurrr*
Ef við erum að berjast fyrir jafnrétti - eigum við konurnar þá ekki að berjast fyrir þessa feður líka - þessa menn....eða er "reglan" konur fyrir konur og menn fyrir menn?? Ég skil þetta ekki alveg...?!?! Í mínum bókum ættu karlmenn að standa upp og berja í borðið - standa með okkur í okkar jafnréttisbaráttum og við að gera slíkt hið sama fyrir þá....og auðvitað, ég veit að það eru menn og konur þarna úti sem eru að því alla daga - berjast fyrir jafnrétti - berjast fyrir heildina - og ég dáist að því fólki, mætti vera til fleiri - "hversdagshetjur".....

...æi mig langar að skrifa svo miklu miklu meira - en það er föstudagur og ég skrifa bara í hringi núna held ég, kem ekki í orð því sem mig langar að segja eða er illskiljanleg *heh*, þannig að ... - ég hlakka til að stimpla mig inní helgina, þó vinnuhelgi sé....marg skemmtilegt planað hjá litlu famelíunni..
...ég er glöð og hamingjusöm, glaðari en ég var í gær og ég er viss um að á morgun verð ég pínu glaðari heldur en í dag *bros*
Vona að helgin verði falleg og góð við ykkur öll...hasta pronto!

5 ummæli:

Anna K i Koben sagði...

Hæ frænka!
Rosalega skemmtilegt blogg hjá þér... og er svo sammála þér með pabbabloggið.
Einmitt asnaleg þessi "jafnréttisbarátta" þegar konur berjast fyrir konur og karlar fyrir karla. Hvað er það?
bestu kveðjur frá Köben
Anna Kristrún og co

Svetly sagði...

....hef þig með í næstu "viðureign" - gott að vita að þú ert meðmér í "liði" :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Urdur. Gott ad tu takir a throngsýninni. Eg held ad thu hafir komid kjaftasystrinum skemmtilega a ovart! Styd thig heilshugar. Hilsen fra Odense, Kiddi frændi.

Nafnlaus sagði...

Húrra fyrir þér sæta mín. Svo gaman að sjá þig skrifa svona heitt um eitthvað sem skiptir þig máli og blessuð vertu ..bjóddu mér í næsta partý . óléttu lesbísku vinkonu þinni sem veit um fullt af góðum "Pöbbum" þarna úti og myndi glöð ganga fyrir þeirra hönd þó ég og mín kona kjósum ekki endilega að hafa föður í okkar liði.....Allir FORELDRAR ...mæður..feður og alles eiga bara að hafa sama réttin frá grunni.

Svetly sagði...

..."haaaalelúja"...

;) Þið eruð öll æði - og öll í mínu liði - eða við erum öll í sama liði *jeij*