27 september 2007

..úff - við þurfum að fara að vakna...


Ég hélt að allur þessi hraði og öll þessu "frábæru" tækniundur sem hafa orðið og átt sér stað hefðu að mestu verið gerð til að spara eða græða tíma - en mér finnst einsog við séum bara að tapa tíma - dýrmætum tíma.
Það virðast allir vera að reyna að græða sem mest á minni tíma...í stanslausu kapphlaupi um einskinsverða hluti.
Ég man þegar að ég var lítil og samverustundirnar með fjölskyldunni voru nær "heilagur" tími - matmálstíminn, svefntíminn, sjónvarpstíminn, morgunstundirnar.....
Ég man að við áttum ekki margt (eða á maður að segja "við áttum ekki allt" ) og það tók stundum heila eilífð að manni fannst að eignast þá hluti sem að við áttum, en við "áttum" þá og aldrei fannst manni mann vanta neitt....Ef eitthvað bilaði þá var það lagað og endurbætt...ef mann langaði í eitthvað, þá safnaði maður sér fyrir þeim hlut...og stundum þurfti að neita sér um hlutið - og það var ekki einsog himinn og jörð væru að farast...
Nú finnst mér allir sitja í sínu horni í sínum eigin heimi á sínum eigin hraða....hvaða áhrif ætli þessi hraði, markaðs og neysluhyggjan sem að hrjáir landann hafi á yngstu meðlimi fjölskyldunnar eða bara fjölskyldulífið í heild sinni...?
Það virðist enginn vera maður með mönnum nema eiga allt það nýjasta og besta, keyrandi um á flottasta bílnum horfandi á stærsta plasmasjónvarpið á markaðnum og búandi á "innlit útlit" heimili, ef börnin fæðast ekki með silfurskeið í munni þá er henni hreinlega troðið uppí þau með ipodinum eða gemsanum sem þau fá í vöggugjöf....
Finnst við hafa sofnað aðeins á verðinum, því jú þetta er líka "okkar" markaðssetning í einu og öllu...við uppskerum því sem að við sáum og börnin læra þetta víst af okkur. Það er einsog við höfum misst ponsu sjónar á því sem að skiptir í raun og veru máli og gerir okkur gott!!

Æi ég veit það ekki - kona nokkur sem að ég kannast við var að gefa syni sínum síma - sonurinn var að halda uppá 5 ára afmæli sitt og ALLIR hinir strákarnir áttu síma, hún vorkenndi honum svo mikið, hann suuuuðaði svo mikið að hún gaf eftir....hún gaf 5 ára barninu síma....af hverju þarf 5 ára barn gsm - síma??
Nú ættu bankarnir að hætta að einbeita sér að framhaldsskólunum - komnir með nýjan markaðshóp, ættu að fara að mæta galvaskir með þjónustufulltrúana sína inná leik og grunnskólana bara ... bjóða litlu einstaklingunum þar lán á "góóóðum vöxtum"......efast ekki um að það yrði auðvelt fyrir þau að fá undirskriftir á þau lán - því jú - við gefum allt of auðveldlega eftir....og stór hluti barnanna okkar fá allt sem að þau vilja...þau eru frek...börn fæðast ekki frek, þau verða það.....
Ég held að það sé hollt að þurfa að hafa pínulítið fyrir hlutunum, það er hollt að fá stundum nei, það er hollt að deila hlutunum og það er hollt að vanta eitthvað.....

....varð að fá að pústa aðeins - veit vel að það eru margar hliðar á öllum málum....þetta var bara ein....
...vona annars að dagurin í dag verði jafn fallegur við ykkur og veðrið er leiðinlegt....
...og bara svona til gamans - ég á ammæli næsta mánduag *jeij*

4 ummæli:

Hrönn Sigurðardóttir sagði...

Hefði ekki getað orðað þetta betur engill:)
Knúsíklessu....
miss you

Svetly sagði...

..."great minds think alike" (eða eitthvað svoleiðis *heh*)..
..knús á móti - sjáumst í aften ;)

Nafnlaus sagði...

...komdu bara til Danaveldis Urdur min..!

Svetly sagði...

*heh* - heyrist það vera þitt "svar" við öllu Kiddz - að fara til Baunalandsins....kanski maður geri það bara...someday :)