22 mars 2005

...tækjadauði...

...ja, detta mér allar dauðar...veit ekki alveg hvað málið er með mig og rafmags/tækja/heimilstækin þessa dagana...ekki nóg með það að kaffivélin hafi gefið upp öndina um helgina sökum misnotkunar (tek það alfarið á mig) þá ákvað hárblásarinn að drepa brauðristina, reyndar með hjálp dótturinnar en ég meina ég sá alveg hvernig hann réðist á ristina "ég er vitni", síðan er gemsinn minn með e-h "birtingarfóbílu/fælni" hann neitar að sýna mer sms-in (innihaldið) og neitar líka að sýna mér símanúmerið eða þann sem er að hringja - það fer rosalega í taugarnar á mér og ég er viss um að ég eigi eftir að "drepa" hann mjög bráðlega og þá er maður einum símanum fátækari...og fjarstýringin á DVDspilaranum er með unglinaveikina og neitar að virka (jájá, búin að kíkja á batteríin) - en ég meina get spilað diska en ekki gert neitt meir, bara ýtt á play - ekki skoðað aukaefni eða þið vitið farið inní menuið...messsssst pirrandi stundum!!......þannig að ef að þið eruð með e-h heimilistæki eða tól sem að þið viljið láta "lóga" þá bara komið með þau til mín og ég lofa að þau hætta að virka "deyja" hreinlega...

Engin ummæli: