18 mars 2005

...leit.is....

...Ég virðist vera búin að týna vinkonu minni henni Swanellu Ænstæn og ákvað því að auglýsa eftir henni/reyna að ná til hennar hérna á netinu þar sem að ég veit að hún rúllar stundum inná þessa blessuðu röfl síðu mína...
* Swanella sást síðast á Kaffibrennslunni í rauðum anórakk, ljósbláum gallabuxum og með dökkbláa hliðartösku - hún er dökkt millisítt hár, og brosir svo breitt að það fer ekki framhjá neinum...Þeir sem hafa orðið varir við þessa tutlu vinsamlegast hafið samband í síma....
Nú já ef Sw.ænstæn les þetta bara sjálf væri fínnt og frábært að fá smá merki um líf, þó það væri ekki nema eitt lítið sms, hringing, uppábank, hlaupa nakin í kringum húsið mitt með rafmagnstannbursta í einni og gullfisk í hinni, lesið inn "svar" á Rás2....bara smá lífsmark og ég verð voðalega kát og glöð!!!

Engin ummæli: