19 mars 2005

..Köttur & kaffikanna....

....jæja það er komin laugardagur (fyrir ykkur sem ekki vissuð það heh)...Kaffivélin mín ákvað að segja skilið við mig í morgun og ég er ónýt, ónýt segi ég....ekki það að ég eigi ekki 3 expressókönnur og 1 pressukönnu (eða hvað sem þetta dót heitir nú allt smana) og að kaffivélin hafi aldrei hitað kaffi nægilega vel né gert nétt sérstaklega gott kaffi....ég vorum bara búnar að "bonda" svo asskoti mikið ég og kaffikannan Karólína....líður einsog einhver hafi komið og kipt af mér hægri handleggnum á meðan ég svaf....úfff....tómleikatilfinning!
Ég á eftir að sakna látanna frammí eldhúsi þegar að hún var að hellast uppá(hljómaði einsog það væri verið að reyna að starta fyrsta traktornum)....hún dæsti alltaf einsog gamall kall þegar að síðasti dropinn rann í könnuna, heyrðist svo undurfagurt "pfffffff"...það var alltaf einsog það sæti starandi eineygður köttur á eldhúsbekknum á nóttunni þegar að maður var að pukrast og fá sé kaffi, ljósið í takkanum var orðið svolítið bilað svo að stundum var einsog kötturinn blikkaði mann svona "hæ, sæta - koddu og klóraðu mér á bak við eyrað.."...alltaf skemmtileg "áramótastemming" sem sveif yfir mann þegar að maður þurfti að stinga henni í samband - blossarnir myntu mann einna helst á áramótin/aldamótin 2000..
...já einsog ég segi...hún er farin frá mér þessi elska og ég sakna hennar mjög sárt, hafa ekki verið ófáar ferðirnar fram í eldhús í dag og tómur eldhúsbekkurinn blasir við mér....hræðilegt, vona að ég hafi það í mér fljótlega að fjárfesta í nýrri. Treysti mér nú samt ekki alveg strax - leyfi henni að kólna fyrst....
...lífið heldur áfram....

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

óþæginlega nálægt því...

Heslihnetutré - Óvenjuleiki
22.03-31.03 & 24.09-03.10

Manneskjan býður af sér góðan þokka, gerir litlar kröfur og er mjög skilningsrík. Hún veit hvernig hún á að hafa áhrif á fólk og berst fyrir málstað sem hún trúir á.

Manneskjan er vinsæl en skiptir oft skapi. Í ástum er hún óútreiknanleg en heiðarleg og umburðarlyndur félagi. Hún hefur sterka réttlætiskennd.

Engin ummæli: