...gleðilegan föstudag litlu dýr!
..bloggið hefur fengið að sitja aðeins afturí hjá mér síðustu dagana, þar sem lærdómur og húsfreyjustörf hafa alveg átt hug minn allann....settið er að skíðast á Ítalíu og e-h þarf víst að hafa hemil á unglingunum á heimilinu..passa að þau lifi ekki bara á kóki, brauði með hnetusmjöri og sultu....að lærdómur eigi sér stað og já að engin "teiti" verði haldin *glott*...hefur liðið svona einsog hálfgerðri au-pair síðustu vikuna...en bara gaman samt...Hef komist að því að systur minni finnst ég vera "kennarahex" (er það bara ég eða eiga ritgerðir nokkuð að hljóma og vera eins uppsettar og "bloggfærsla" ??) og bróðir minn vill ekki kynna mig fyrir "kæró", og hef ég heyrt að stúlkukindinni sé bannað að fara upp þegar að ég er þar..hehe...af hverju er það?? .... úff, hef komist að ansi mörgu nýju um þau litlu dýrin sem er bahaaaara gaman...
..En ó well..plan helgarinnar er skemmtilegt, spennandi, erfitt, nýtt....og ég hlakka mikið til...kanski maður keyri útfyrir borgarmörkin og fái sér ís og göngu..hvur veit ....
..Best að halda áfram að vinna....vona að helgin verði góð við ykkur.....og þið við hana...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli