10 mars 2005

...og það er að koma önnur helgi barasta...

..sjæs, finnst hafa verið mánudagur í gær...en ó well...
Veislan gekk ekkert smá vel hjá okkur mæðgunum í gær, maturinn kláraðist nánast allur, sú stutta fékk svo mikið af "stórum" (auðvitað fallegum..) hlutum að ég hugsa að ég þurfi að láta hana íbúðina eftir og flytja út - varla pláss fyrir mig í kotinu lengur ... Hélt samt að ég myndi fara úr límingunum ... þetta var/er svona fyrsta "ekta" veislan sem að ég hef haldið og það helltist yfir mig svona eitthvað úber stress rétt áður en að fólkið var að koma...samt voru þetta nú bara ættingjar og fólk sem að er manni næst......stress út af því...hvað er það?? Jújú, ætli það sé ekki að maður vilji hafa allt "perfect" - og þegar að maður er að elda/baka ofaní ömmurnar sem eru náttúrulega BESTU kokkar og kökugerðarmenn í heimi þá er um að gera að standa sig....*bros*..En einsog ég sagði þá lukkaðist kvöldið alveg ótrúlega vel og ég er bara sátt og sæl....jújú og mjög södd ennþá...úff !!!
Ekki skemmir heldur fyrir að Liverpool vann leikinn í gær glæsilega og er þ.m komið í 8 liða úrslitin í Md......thíhí....karl faðir minn átti ekkert allt of auðvelt með að sitja með bakið í slökkt sjónvarpið í gær í veislunni...en við fengum nú að líta aðeins á seinni hlutann ehehe...maður reynir að kunna sig í svona veislum *bros* og þá sérstaklega ef að maður á að heita "gestgjafi"....maður hefði kanski átt að hafa þetta bara "fótboltaparty" í staðin fyrir 2ja ára afmæli...hmmm...hef það í huga næst!
Jæja, ætla að fara að reyna að gera e-h að viti...var að koma af löhööööngu námskeiði og ekki frá því að ég sé bara pínu soðin í hausnum....best að reyna að hrista úr sér þreytuna....lagi sig til í andlitinu - ekki vill maður líta út einsog veðruð hæna með hlaupabólu mikið lengur...ekki smart...

Engin ummæli: