..er búin að hafa það rosalega ljúft bara í fríinu - djö verður skrítið að skríða aftur til vinnu, hefði alveg þegið svona 2-3 daga til viðbótar.
Vöknuðum eldsnemma í morgun mæðgur og hófum "leytina miklu" að páskaeggi erfingjans...eggin suðu í pottinum, kaffið var að hellast uppá - úff alveg einsog í gamla daga nema þá voru það við mamma...dííííí hvað tíminn er fljótur að líða og skrítið hvað maður rígheldur í gamlar hefðir, reynir að koma því áleiðis sem að manni líkaði vel og gera annað betur sem að maður var minna sáttur við - maður er alltaf að berjast við að gera allt "fullkomið"...hvenær ætli maður átti sig á því að ekkert er eða verður fullkomið nema jú á sinn "ófullkomna" hátt...
..jæja nú erum við mæðgur að fara út í náttúruna, aðeins út fyrir borgarmörkin...vona að þessi dagur verði "súkkulaðihjúpaður"...verði ykkur öllum að góðu..
...annars fékk ég þennan málshátt;
Sæt er ávinnings vonin
..en þið, hvaða málshátt fenguð þið??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli