Hún dóttir mín er nú algjör snillingur í að segja svona hluti á mjög viðeigandi stöðum *heh* ... eða ekki...hér læt ég fylgja með EITT dæmi helgarinar
Nú sko, á laugardagsmorguninn þegar að sú stutta vaknaði á mjög ókristilegum tíma og var farin að verða óþolinmóð að mútta gamla kæmi á lappir tók hún uppá því að byrja bara í koddaslag...heh, góð leið til að vekja e-h skal ég segja ykkur....jújú maður skellti sér í gírinn og var bara í eitthverju svona "ati"....síðan sitjum við við morgunverðarborðið, hún með sitt blað (Birtu) og ég með mitt (Fréttablaðið) og við svona eitthvað að spjalla saman og ég segi við hana "hva, var mamma bara að kitla þig og lemja í þig með koddanum....".....etc......dagurinn líður og leið okkar mæðgna lá í Krónuna að versla í matinn...sem er að sjálfsögðu ekki frásögu færandi...nema jú sú stutta var orðin þreytt og pirruð og ekki bætti úr skák allir hinir gólandi krakkarnir í búðinni...well við stöndum í röðinni og hún biður mig voðalega fallega um "laugardagsPez" ég neita því svona pent ... hún biður aftur....ég neita....hún biður aftur og að sjálfsögðu neita ég aftur.....hún verður svona dramatísk horfir á mig, tárin alveg svona að byrja að myndast í litlu augunum og komin svona pínu ekki þegar að barnið lætur út úr sér (og notabene búðin og röðin sem við vorum í var full af "seltjarnarnesmömmum")
...."mammaaaaa, ekki lemja í mig heimaaaa..."
...ég hélt að ég yrði ekki eldri, fann hvernig alveg þúsund og 4 augu störðu á mig og svo barnið til skiftist...ég svona "heh, ha, hva meinarðu, mamma lemur þig ekkert, heh" (inní mér alveg "votðef....hvaðan kemur þetta")
...leið einsog mesta "gimpi" á jarðríki og var viss um að þegar að ég renndi í hlað heima myndi barnaverndarnefnd bíða eftir mér....já get ekki sagt annað en þetta hafi verið með óþæginlegri mómentum ever.....pabba gamla fannst þetta nú samt á hinn boginn alveg óheyrinlega fyndið og þá sérstaklega hvernig ég skifti litum....æi, en já börnin eru algjörar perlur....dóttir mín er líka einstaklega dugleg við að horfa djúpt í augun á konum og körnlum "á besta aldri" og segja "greyið gamla konan /gamli maðurinn"...veit ekki hvaðan hún fær sumt af þessu sem að hún lætur út úr sér....en þetta er bara gaman ....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli