21 mars 2005

..gleðilegan mánudag....

Jæja, helgin búin - ný vika rétt að byrja og páskafríið að skríða til mans....rúmlega 2 dagar í vinnu og svo barasta páskafrí. En ljúft eitthvað !!
Helgin var strembin en mjög svo skemmtileg, held ég hafi barasta ekkert sest niður alla helgina - allt að gerast. Fór í fermingaveislur og ó mæ god...hvílíka geðveikin sem að það er orðin, er fólk að tapa sér eða? Áður en maður veit af verður komin einhver svona þáttur einsog brúðkaupsþátturinn "já"...nema bara fyrir fermingarbörn. Hmmm...hvaða nafn ætli hann fengi.....Nei en svona grínlaust, þetta er orðið sjúkt - gjafirnar, veislurnar og bara allt umstangið....Æi, kanski er þetta hræsni hjá manni að tala svona, ég veit að ég fermdist gagngert til að "græða" - fá að halda veislu og fá pakka...ég veit það vel - það hafði allavegana minst með Jesú eða Guð að gera...hmmm...ég veit samt líka að ég hefði ekki orðið brjáluð af því að trippið sem að ég fékk var jarpt en ekki grátt, og Ipodin sem ég fékk var ekki með nógu stórt geymsluminni eða af því að hann var hvítur en ekki ljósblár og mig langaði að fara í út enskuskóla í byrjun ágúst en ekki í júlí......æi, þið skiljið....þvílíku sjúku (að mínu mati) "vanþakklætissögurnar" sem að eg er búin að heyra af/verða vitni að, það er fáránlegt.....æi svo ætti maður kanski minnst að vera að segja fyrr en maður fermir bara sjálfur...samt bara slær mig svo svakalega!
...Tilfinningaveran Marsil er komin í heimsókn, best að skella sér í kaffi með stúlkukindinni...

Engin ummæli: