02 mars 2005

...árshátíðarfíll...

...ég og hinn tvíburinn tókum talninguna með "trukki" í gær...ótrúlega skemmtilegur dagur - hefði barasta aldrei getað trúað því að vörutalning gæti orðið skemmtileg, en sú kenning afsannaðist heldur betur í gær...komst líka að því að 4 + 6 eru 13 og megnið að karlpeningnum er með "tölublindu" þó að það yrði nú örugglega aldeiiii viðurkennt *glott* ... sumir gátu einungis haft "fallegan" talningafélaga....sumum var úthlutað "spes" verkefni vegna tíðra ferða á salörninn til að laga púðrið og sumir bara hreinlega urðu að vinna einir vegna ólyktar....
...En nú eru árshátíðir á næsta leyti hjá mörgum, alveg magnað - okkar árshátið er núna 12 mars og verður haldin að ég held á Nordica Hótel þar sem Auðunn nokkur Blöndal verður veislustjóri (af hverju ætli það sé, vissi ekki einu sinni að hann væri e-h í því....úff...hann er jú víst svo hipp og kúl kappinn)...en já það eru ss 10 dagar í árshátið og kellurnar eru farnar að tapa sér hver af annarri...gelineglur, greiðslur, kjólar, veski, skór og megranir helsta umræðuefnið hjá þeim mörgum...heyrði í einni sem var að byrja í átaki í gær .... halló "í gær" fyrir árshátíðina og ætlaði sko aldeilis að losa sig við kílóin og komast í kjólin....vooootttttt?? Æi ég hugsa að ég bæti bara á mig nokkrum kílóum fyrir þessa blessuðu árshátíð....eða ekki...er reyndar á svo massívum "lyfjakokteil" þessa dagana að ég geng um gólf einsog fílamaðurinn...en ég meina enginn er verri þó hann sé fílamaðurinn..eða hvað ?!?! Mjög fyndið fyrirbæri aukaverkanirnar sem geta fylgt þessum lyfjum víst - alveg endalaus langur listi og m.a. er á honum...þyngdaraukning eða þyngdartap og jújú ég ákvað að taka þessa 2 kostina bara og svinga svona á milli...gott dæmi um það er að ég keypti buxur fyrir 3 vikum einn daginn kemst ég ekki í þær og annan daginn þarf ég belti svo er ég aftur að spregnja þær ...og svolis koll af kolli ehhehe....ótrúleg spenna "hvernig verð ég á morgun" eheh .. en er komin með sjúkraþjálfa - lækni - einkaþjálfara - næringafræðing og allt í málið og nú er bara að sjá hvað setur...gamanið með þeim köppum byrjar 7 mars...hlakka ekkert smá til .....
En jæja - hætta að röfla og vinna ....

Engin ummæli: