04 desember 2006

..photoshopjól....

...er fólk ekki að skjóta svolítið langt yfir markið þegar það er farið að laga fjölskyldumeðlimina til í photoshop áður en þeir geta sent út jólakortið....??
Æi ég veit ekki, elska tæknivæðinguna, leik mér mikið í/með photoshop sem er algjört töfratæki...fyndist fyndið að skella inn e-h. frægum einstakling inná fjölskyldumyndina eða stækka hausinn á mér um helming etc...en æi ég veit það ekki þegar ég heyrði;
"síðan lagaði ég bara hárið á honum aðeins til(þar sem sumt er þynnra en annað) og tók undirhökuna af sjálfri mér og voilá.....bara einsog nýjar manneskjur..."
..veit það ekki, kanski ég segji bara "pass"....Hver veit nema ég stækki aðeins á mér vinstra eyrað og setji þessa mynd í jólakortið....


Þetta hafði ég að segja um svipað leyti fyrir um 4 árum- maður hefur ekki mikið breyst er það - kanski pínulítið!?!

Engin ummæli: