
...úff - síðasta prófið á morgun og ég hlakka svo til, er líka búin að lofa að verða "góður vinur vina minna" aftur á fimmtudaginn þar sem flestir voru bara settir á "hold"!
Líður einsog heilinn á mér sé að springa, ansi hrædd um að augun fari nú að poppa út úr hausnum bráðum, lifi á mandarínum, kristal og kaffi og get ekki sofið...dísus hvað ég hlýt að líta vel út *heh*
Maður getur orðið eitthvað svo einhverfur í svona próflestri...nógu einhverf er ég nú fyrir :)
En á sama tíma er desembermánuður búinn að renna svo ljúflega niður og hefur verið með betri mánuðunum á þessu ári - ég er hamingjusöm, glöð, ástfangin, spennt....hvað er ekki gott við þetta?
Við mæðgur erum líka búnar að vera svo duglegar við að "jólast"- búnar að skrifa og senda rúml. 50 jólakort og velja myndir sem eru EKKI jólalegar, baka piparkökur og skreyta auk baksturs 2ja annarra smákökusorta, gera konfekt, föndra skrilljón gjafir handa ættingjum og vinum úr leir og trölladegi, skreyta allt heima í kotinu (hlakka til að fara með dýrinu að velja jólatré - hvenær ætli sé best að gera það ?), erum að fara í laufabrauð og meiri piparkökumálun næstu helgi, 2 jólaböll framundan....einsog ég segi búnar að vera duglegar að jólast og eigum helling eftir - bara af skemmtilegum hlutum þar sem allar jólagjafir eru komnar í hús og alles klar sem viðkemur þeirri hliðinni...held að ég hafi aldrei verið jafn tímanlega með neitt sem viðkemur jólunum einsog í ár og það er yndislegt - held ég geti þakkað skipulagsfríkinu, jólabarninu, "making a list" fíklinum og samstarfskonu minni henni Örný stóran hluta af því hversu tímanleg ég var í ár - bara gott mál...hef aldrei skilið húsmæðurnar/fólkið sem byrjar fyrir desember að undirbúa, kaupa, baka fyrir jólin og fara í inkaupaferðir til útlanda...en er farin að skilja þetta aðeins betur núna - mikið asskoti eru þau sniðug og séð...
Fyrsti jólasveinninn er kominn til byggða víst og ég er farin að hlakka til að rölta niður Laugarveginn á Þorlák, vonandi í smá snjó, kíkja í búðir, finna laust borð á e-h litlu kaffihúsi, drekka heitt kakó og skoða allt hamingjusama fólkið....hlakkar ykkur ekki til?!?!
2 ummæli:
ó jú... "Ég hlakka svo til" la la la la la la la.. þú veist lagið... Það er eins gott að þú tókst undir þessa skipulagsfríks geðveiki mína... annars hefði ég ekki meikað þetta :) kv. Örný.... töff buxur !
..Þú ert alltaf töff mín kæra, hvort sem það er í grænum álfabuxum eða óléttubuxum *heh*
Skrifa ummæli