
...við mæðgur áttum að ég held með fallegri helgi saman sem við höfum átt saman í langan tíma - svona stundir í lífi mans eru svo ómetanlegar og skilja svo margt eftir sig - vonandi hjá okkur báðum.
Þar sem maður hefur verið frekar "skrítin" að undanförnu sökum prófa og mikillar vinnu ákvað ég að litla dýrið fengi nú hverja mínútu af helginni sem leið.
Hápunktur helgarinnar held ég samt að hafi verið þegar að ég, erfinginn og Don Hörður fórum eldsnemma í sunnudagsbíltúr sem endaði uppí Heiðmörk þar sem við völdum og hjuggum okkar eigið jólatré, það var nú ekki margt um mannin þegar að við komum þangað þannig að sú stutta fékk mikla athygli jólasveinanna á svæðinu, heitt kakó var á thermobrúsum og smákökur í dúnkum...röltum aðeins um svæðið "mínískóginn" og nutum veðurblíðunnar, lékum okkur í nýföllnum snjónunum - snjóenglar framleiddir, gamalt fólk grítt með snjóboltum, rendum okkur í brekkunum og bara nutum þess að vera saman...Þegar við loksins fundum hið fullkomna tré (sem er btw flottasta tré sem ég hef átt og haft...) og komnar að skálanum aftur þá var orðið margt um mannin og fjölskyldurnar farnar að flykkjast að - þetta svotilgerða 6 bíla bílastæði var vel sprungið af svona 30 jeppum og óðum fjölskyldum í leit að "sínu fullkomna tréi". Ég mæli með þessu fyrir hvern þann sem hefur tök á að fara þarna að ári og ná sér í tré og fallegar minningar - held ég hafi fundið "jólahefðina" handa okkur mæðgum sem ég hef verið að leyta að ......okkur er í það minnsta báðum farið að hlakka til næsta árs þegar að við förum aftur ;)
Í gærkveldi var svo kveikt á þriðja kertinu á litla aðventukransinum okkar og tréð skreytt meðan jólalögin ómuðu í kotinu....gerðum konfekt í konfektmótum, með fyllingum og alles, skelltum okkur í "sveitina" og skárum út laufabrauð og skreyttum piparkökur með góðum hóp af fólki...
Stuttlingurinn fór í myndatöku á föstudaginn, sem tókst vonum framar - er búin að fá send "sýnishorn" sem að lofar bara góðu - lýst vel á þetta og hlakka mikið til að sjá afganginn...
Æi já, helgin var bara yndisleg í alla staði - engillinn kúrir núna á koddanum eftir massíft jólaball í vinnunni hjá mér...það er eitthvað svo mikið að gera framundan hjá okkur mæðgum en alltaf svo lítill tími - ekki vika í jólin...en um að gera að nýta hann bara vel og vera glaður og ánægður með það sem maður getur gert og kemur í verk, er það ekki ?!?!?
..."making a list - cheking it twice"...var það ekki einhvernveginn svona sem lagið var? Nú er mín kona að reyna að skipuleggja dagana þar sem erfinginn fer að öllum líkindum norður fyrr en áætlað var og að svo mörgu að huga áður....vona að helgin hafi verið falleg og góð við ykkur öll..kveðjur úr kotinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli