
Ég man þegar að Magic Johnson og Larry Bird (jújú og auðvitað Jordan) voru aðalmálið - það var hipp og kúl að safna körfuboltamyndum og allir horfðu á NBA og vissu út á hvað leikurinn gengur....þegar að þeir voru í stuttum þröngum stuttbuxum (dear lord) þetta snérist meir um hvernig leikurinn fór og leikmenn stóðu sig heldur en hjá hverjum hver svaf eða hver barði hvern....Djö er maður orðinn gamall eitthvað...Datt inná e-h síðu þar sem fram kom að Larry Bird ætti afmæli í dag - fimmtugur kallinn..... fór allt í einu að hugsa um þetta allt saman...átti vini sem að lögðu líf og sál í að safna þessum körfuboltamyndum og "bítta" - þetta var sett í fallegar möppur, með spes plöstum og allt gert á mjög skipulagðan hátt - "þetta var hobby og þetta var buisness"...alltaf gaman að fá svona "flashback"...
1 ummæli:
*heh* mér finnst það líka ótrúlega gaman...stundum fær maður svona nettan "aumingjahroll" á köflum en það er bara GAMAN....
cuidate mujercita!!!!
sal. Urður
Skrifa ummæli