Það er allt í gangi þessa dagana - síðustu 2 vikur hafa verið alveg stórskemtilegar skal ég segja ykkur, mikið af ákvörðunum teknar og mikið af fólkið "fundið" sem hafði verið týnt í þó nokkurn tíma..
Við mæðgur erum að fara að flytjast búferlum 1 febrúar á næsta ári og er ferðinni heitið á Hvanneyri.......eða ekki - heldur erum við að flytja á Seltjarnarnesið, finnst þetta samt eiginlega flokkast undir vesturbæinn þar sem þetta er alveg á "landamærunum"...kanski kem ég út úr skápnum einhverntíman og segi með stolti "ég bý á nesinu"...einhver ósiður sem að ég beit í mig í æsku - uppalin á Gröndunum/vesturbænum....einhver ákváð að á Nesinu bjyggu bara snobbaðir og frekar "súrir" einstaklingar - sögunni fylgdi að sjálfsögðu ekki að föðurfjölskyldan mí

En já aftur að flutningunum, einsog ég var að segja þá situr þetta fast í mér og má vel vera að þetta sé e-h hroki sem ég bara veit ekki af hverju fer ekki - hef ekkert á móti Seltjarnarnesinu né þeim sem þar búa en samt fæ ég e-h svona hnút í magan að vera að flytja þangað......yfir jólin skál sá hnútur vera leystur og við mæðgur flytjum með bros á vör í febrúar....
Á döfinni eru svo jólaprófin sem byrja á fullu í næstu viku og verða næstu 2 vikur að mestu eyddar með nefið ofaní bókunum og hver laus mínúta er eydd með erfingjanum....á þessum tímapunkti hverfur "litla ég" alveg eins djúpt inní litla hellinn sinn og hún mögulega kemst - þannig að ekki verða súr ef að reynt verður að hringja eða koma í kotið og ekki næst því munu flestir vera "ignoraðir" þar til 14 desember....
Jæja - þarf að kveðja, miklar jólahreingerningar standa yfir hérna í vinnunni - allt er skreytt og minna sumar deildir einna helst á Jólalandið fyrir norðan *úff*...síðan gengur dómnefnd um húsið og velur flottustu deildina (held þetta virki svoleiðis).....maður verður nú að sýna smá lit og vera með....
Góða helgi litlu lömbin mín....og gleðilegan 1 des.......og og og og ekki gleyma....Degi rauða nefsins
Engin ummæli:
Skrifa ummæli