
1. Ef einungis ein manneskja er í lyftunni, skaltu pikka í hana og þykjast svo ekki hafa gert það.
2. Ýttu á takka og láttu sem þú fáir raflost, brostu og gerðu það aftur.
3. Spurðu fólk um hvaða hæð það sé að fara á og ýttu svo á vitlausa takka.
4. Hringdu í Sálarrannsóknafélagið úr gemsanum og spyrðu hvort þeir viti á hvaða hæð þú sért.
5. Misstu pennann þinn a gólfið og bíddu þar til einhver tekur hann upp og öskraðu þá:"ÉG Á HANN"
6. Taktu myndir af öllum sem koma inn í lyftuna.
7. Settu skrifborðið þitt í lyftuna og spyrðu alla hvort þeir hafi pantað tíma.
8. Farðu í flugfreyju-gírinn og segðu öllum hvað skal gera í neyðarástandi.
9. Stattu mjög nálægt einhverjum og þefaðu vel af viðkomandi.
10. Sláðu til ímyndaðra flugna.
11. Grettu þig, lemdu í hausinn á þér og segðu:"Þegiði, þegiði allir!!!"
12. Búðu til handbrúðu úr gömlum sokk og talaðu við alla sem koma inn.
13. Líktu eftir sprengjuhljóði i hvert skipti sem einhver ýtir á takka.
14. Starðu hreykinn á viðstadda og segðu þeim að þú sért í nýjum sokkum.
15. Teiknaðu hring á gólfið og tilkynntu viðstöddum að þetta se þitt persónulega svæði.
...þetta er alfarið tileinkað henni Yolöndu minni !!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli