
..jæja - langþráður dagur runnin upp, litla jólahjartað mitt slær hin fallegustu jólalög og ég brosi allan hringinn. Maður lætur nú ekki smá "sudda" hafa mikil áhrif á sig, er það nokkuð?
Erfinginn komst loksins með flugi norður eftir um rúmlega sólarhrings bið...alveg er starfsfólkið hjá Flugfélaginu hetjur gærdagsins í mínum huga - þvílíkur viðbjóður sem fólk var að láta út úr sér við þau, ég skammaðist mín og ég skil ekki svona framkomu. Fólk gekk svo langt að persónugera reiði sína og lét hluti einsog "gerirðu þér grein fyrir því að ÞÚ ert að eyðileggja jólin fyrir okkur fjölskyldunni með öllu þessu" - "hvernig getum við haldið gleðileg jól ef við komumst ekki norður/austur/vestur vegna þess að ÞÚ skipuleggur ekki nógu vel flugumferðina ef að svona skyldi koma upp (frestun/seinkun þ.e.a.s.)"...ég er með svo lítið hjarta að ég hefði farið að gráta ef einhver hefði sagt þetta við mig og hefði örugglega farið að biðjast afsökunar Á VEÐRINU...dísus..einsog ég sagði, starfsfólkið stóð sig vel og tók á þessu eftir bestu getu og ég vildi óska að ég gæti gefið þeim öllum pakka *heh*....geri það bara í huganum!
...Nú er það Bónusferð fyrir þá gömlu sem þakkar örugglega fyrir það að hafa aldrei tekið bílpróf á svona dögum því þá fer ég örverpið fyrir hana í allar þær búðir sem frúin óskar - og geri það með glöðu, ætli það sé ekki orðin partur af jólahefðinni, drekka kaffi með frúnni, fara yfir inkaupalistann og skunda svo í búðir með bros á vör...skrítið, ég hata stórverslanir og mannmergðina sem er þar alltaf en á Þorlák mætti hun vera tvölfalt stærri og tvöfalt troðnari og ég kippi mér ekki upp við það....ég hlakka til alls í dag og er svo glöð...pínu meyr vegna fjarveru engilsins....en maður bara geymir söknuðinn í litlu hólfi í hjartanu og heldur áfram út í daginn með jólaskapið og brosið að vopni....
Ég óska ykkur öllum gleðilegan Þorlák og vona að dagurinn/kvöldið verði nú fullur af jólabrosum...skiljiði bara stressið eftir heima því þetta hefst allt að lokum, gerir það alltaf, er það ekki??
...John Lennon og Yoko syngja mig inní daginn.....Happy Xmas....jólajóla...
4 ummæli:
GLEÐILEG JÓL ELSKU URÐUR OG FJÖLSKYLDA:) Ég komst í jólaskap að lesa heimasíðuna þína:) kossar og knús, sjáumst oftar á nýja árinu! Jólakveðjur:)
Jólakveðjur frá mér og mínum til þín og þinna á FjörðinHorna ;)
Hó hó hó !
Okkur langaði bara að kasta á ykkur smá jólakveðju. Vonandi hefur þú það sem best yfir hátíðarnar og hvo hlökkum til að sjá ykkur sem fyrst.
Kv. Erna Rán og fjölskylda.
..hóhóhó sömuleiðis!
Köstum kveðjum til ykkar sömuleiðis..vona að dagarnir renni ljúflega niður hjá ykkur fallegu fjölskyldunni... :)
Skrifa ummæli