25 desember 2006

...gleði..

...jæja "stóri" dagurinn kominn og farinn - allt var yndislegt og gekk upp!
Við feðginin borðuðum dýrindis hreindýrakjöt og meðlæti meðan restin af famelíunni "hélt í venjuna" og borðaði hamborgarahrygg en nartaði að sjálfsögðu í dýrið líka, enda ekki annað hægt - það var svoooo gott...heimagerði ísinn var snæddur af bestu lyst, rauðvínið rann ljúflega niður, allt of margar Sörur borðaðar, pakkar opnaðir, jólakortin lesin, mikið spilað og hlegið - Fimbulfamb er BARA skemmtilegt spil...
Hef heyrt að gjafirnar frá okkur "langmæðgunum" og jólakortin hafi vakið mikla lukku og fyrir það er ég líka glöð og þakklát - einna best finnst mér að vita að geitin hitti í mark og gladdi (ég reyndar keypti hana handa sjálfri mér en ákváð frekar að gefa hana áfram...)- hefði viljað gefa fleiri....
Aðfangadagur fékk 4 stjörnur þetta árið ;)
Vildi nú bara þakka kærlega fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk - hittu allar beint í mark og þótti ótrúlega vænt um ÖLL jólakortin sem bárust....væru sko engin jól án jólakorta...yndislegt allt saman...

...jebb ég brosi hringinn er ánægð með lífið og dagana, er hægt annað - Takk fyrir mig!!

Engin ummæli: